- Auglýsing -
Í gegnum tíðina hafa Íslendingar eytt gríðarlega háum fjárhæðum í flugelda og líta sumir á flugeldakaup sem hálfgerða þjóðaríþrótt og þá líta aðrir á þetta sem góða leið til að styðja við hin ýmsu félög. Undanfarin ár hafa flugeldar þó mætt mikilli mótstöðu hjá ákveðnum hópum í samfélaginu.
Gæludýraeigendur og umhverfissinnar hafa sennilega verið háværustu hóparnir og telja að flugeldar séu tímaskekkja vegna hávaða og mengunar.
En við spyrjum lesendur Mannlífs: Ætlar þú að skjóta upp flugeldum um áramótin?