Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Ættingi Tómasar segir hann hafa verið í eitruðu sambandi: „Hún hafði stungið hann áður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ættingi Tómasar Waagfjörð heitins sem myrtur var á Ólafsfirði í fyrradag segir hann hafa verið harðduglegan fjölskylduföður áður en hann leiddist út í eiturlyf.

Líkt og Mannlíf greindi frá var Tómas myrtur aðfararnótt mánudags í Ólafsfirði. Hann var stunginn með eggvopni og fjórir hafa verið handteknir. Allir eru með réttarstöðu sakborninga. Sambýliskona Tómsar er meðal þeirra fjögurra sem voru handtekin. Heimildir Mannlífs herma að sú sambúð hafi verið stormasöm og meðal annars orðið uppnám í lok seinustu viku í tengslum við yfirvofandi málaferli.

Sjá einnig: Morðið sagt tengt heimilisofbeldi og sambýliskona í haldi: – Hinum látna var áður hótað lífláti

Dugnaðarforkur edrú

Mannlíf ræddi við ættingja Tómasar sem kvartaði undan neikvæðri umfjöllun um hinn látna í fjölmiðlum. Vildi hann benda á að þótt frændi hans hafi leiðst út í fíkniefnaneyslu hafi hann verið allt annar maður þegar hann var edrú. „Málið er að hann var kominn út í fíkniefnaneyslu og fleira slíkt en fyrir fjórum árum skildi hann við barnsmóður sína en þau voru saman í sjö ár og áttu tvö börn. Þá átti hann bara venjulegt líf og keypti tvær eignir og var að vinna 20 daga mánaðarins að keyra á milli Ólafsvíkur og Reykjavíkur með blöð og fleira. Hann var á góðum launum og allt blómstraði hjá honum.“

Ættingi Tómasar segir að eftir skilnaðinn hafi hann kynnst nýrri konu sem nú er sakborningur í morðmálinu. „Hún hafði stungið hann áður. Þetta var eitrað samband og beittu þau hvort annað heimilisofbeldi. Þetta var vítahringur byggður á neyslu fíkniefna. Ég þurfti að loka á þau bæði, á börn sjálfur, þó maður sé allur af vilja gerður þá varð ég að loka á þau.“

- Auglýsing -

Óöryggi

Ættinginn segir að Tómas hafi verið mjög óöruggur með sjálfan sig og hafi alltaf haldið að kærasta hans væri að halda framhjá sér með manninum sem nú hefur stöðu sakbornings í málinu. „Tommi var kominn í ákveðna geðveilu, hélt alltaf að hún væri að halda framhjá sér. Hún kom einhverntíman til mín fyrir mörgum mánuðum, vildi spjalla við mig, af því að ég er bara þannig manneskja að fólk getur komið til mín og spjallað við mig. Hún var búin að vera hjá mér í mínútu þegar Tommi hringir í mig, og hann er frændi minn, skilurðu? Og hann segir bara beint við mig að hann sé með lítið sjálfsálit. Þannig að þú sérð að áfengi endar bara með geðveiki og dauða.“

Talið berst aftur að Tómasi þegar hann var edrú:

- Auglýsing -

„Tommi sem ég þekkti edrú var búinn að byggja sér upp fjárhag og eignir og hann hjálpaði fjölskyldu að eignast húsnæði. Hann hjálpaði fólki, það er Tommi edrú. Ég vil bara koma því á framfæri að Tommi var góður maður og gerði margt gott. Tveggja barna faðir. Bara svona fyrir börnin, að þau fái líka jákvæða frétt um pabba sinn.“

Valdabarátta

Segir ættinginn að einhverskonar valdabarátta hafi verið á milli Tómasar og karlmannsins sem nú hefur stöðu sakbornins í málinu. „Málið er að það var mikil spenna á milli þeirra tveggja, þetta var svona valdabarátta og maðurinn var búinn að ráðast mörgum sinnum á Tomma. Og svo var þetta heimilisofbeldi sem ég talaði um áðan, á báða bóga. Enda var lögreglan tíður gestur hjá þeim þannig að maður hélt sig bara frá húsinu. Og fólk var komið með nóg þegar fólk frá Keflavík var farið að mæta, fólk með tengingu inn í stóran heim, skilurðu? Þannig að bærinn var búinn að fá gjörsamlega nóg og fólk var bara óttaslegið. Ég var búinn að segja að það væri bara tímaspursmál, sérstaklega eftir að kærasta hans var búin að stinga hann, að einhver myndi deyja. Heimili þeirra var bara orðinn dvalarstaður fyrir fíkla. Þetta var bara rosalega sorglegt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -