Föstudagur 6. september, 2024
10.5 C
Reykjavik

Ættingjar Bjarna þrífa líka höfuðstöðvar Landsbankans: „Samningar sem þessir eru trúnaðarmál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dagar, ræstingafyrirtæki sem að mestu er í eigu ættingja Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, sér um þrif á nýjum höfuðstöðvum Landsbankans í Reykjastræti en samningurinn var gerður án útboðs.

Sjá einnig: Ættingjar Bjarna þrifu Landsbókasafn fyrir hundruði milljóna: „Alltaf leggst þeim eitthvað til“

Á dögunum sagði Heimildin frá því að fyrirtækið Dagar, sem áður hét ISS, hafi séð um ræstingar í Landsbókasafninu um áratugaskeið án útboðs. Þáði fyrirtækið tugi milljóna á ári fyrir þjónustuna. Stærstu eigendur Daga eru Benedikt Sveinsson og Einar Sveinsson, sem kenndir eru við Engeyjarættina. Þá er Benedikt Einarsson, sonur Einars, er stjórnarformaður fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum Mannlífs sér Dagar einnig um þrif á nýjum höfuðstöðvum Landsbankans í Reykjastræti og það án útboðs. Ekki hefur miðlinum tekist að fá upplýsingar um upphæðina sem fyrirtækið fær fyrir þrifin en opinber innkaup eru útboðsskyld þegar heildarvirði samnings fer yfir 15,5 milljónir króna.

Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans svaraði skriflegri fyrirspurn Mannlífs um málið með eftirfarandi svari:

„Dagar sjá um ræstingu í húsnæði bankans við Reykjastræti og byggir það samstarf á samningi frá árinu 2000 sem gerður var við ISS, sem síðar varð Dagar. Ræstingarnar hafa ekki verið boðnar út en líkt og á við um alla aðkeypta þjónustu kemur útboð til greina. Við innkaup á vörum og þjónustu velur bankinn þá leið sem talin er henta best hverju sinni, m.a. með tilliti til verðs, gæða og öryggis. Samningar sem þessir eru trúnaðarmál.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -