Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir ný útlendingalög byggja á ranghugmyndum
„Þau eru byggð á þeirri hugmynd að fólk sem hefur fengið synjun um dvalarleyfi hér á landi eftir umsókn um alþjóðlega vernd sé ekki í hættu og geti farið heim til sín,“ sagði Arndís í viðtali við RÚV um mál Blessing Newton sem fjallað var í sjónvarpsfréttum RÚV í gær.
Arndís segir að nýju lögin byggi á ranghugmyndum. „Þau eru byggð á að þegar stjórnvöld og umsækjandi eru ósammála um það hvort umsækjandi geti farið heim til sín, þá séu það alltaf stjórnvöld sem hafi rétt fyrir sér og einstaklingarnir séu hér á landi vegna þeirrar þjónustu sem þau fá eða einhverjum slíkum ástæðum.“
Blessing Newton kom til landsins fyrir fimm árum eftir að hafa verið seld í vændi til Ítalíu.
„Það að setja svona fólk í þetta viðkvæmri stöðu út á götuna gerir það að verkum að það er í enn viðkvæmari stöðu. Þetta er engin lausn. Öll ríki í Evrópu standa fyrir þeirri áskorun að einstaklingar hafi fengið synjun en telji sig ekki geta farið heim og dvelja langdvölum í landinu án réttinda,“ sagði Arndís um málið
Stjórnvöldu ættu að líta til Þýskalands þegar kemur að málsmeðferð flóttamanna.
„Það sem Þýskaland hefur verið að gera er að veita fólki eftir tiltekinn tíma — þegar það er búið að vera í þessari aðstöðu — möguleika á dvalarleyfi, til dæmis vegna tengsla sem það hefur myndað við landið.“