Föstudagur 25. október, 2024
6.9 C
Reykjavik

Af geimverum og fórnarlömbum mansals

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í góðum málum

Áhugafólk um samsæriskenningar eru heldur betur í góðum málum þessi misserin. Fyrr í sumar stigu fram þrír svokallaðir uppljóstrarar, en meðal þeirra er fyrrverandi starfsmaður hjá leyniþjónustu bandaríska flughersins, og sögðu eiðsvarnir á Bandaríkjaþingi, að yfirvöld Bandaríkjanna hefðu hylmt yfir áratugalanga vitneskju sína af heimsóknum geimvera til jarðarinnar. Sögðu þeir meðal annars að bæði flugför utan úr geimnum hefðu verið haldfest af bandaríska hernum, sem og lík geimvera. Þannig að líkurnar á að kenningin um tilvist geimvera og heimsókn þeirra til jarðarinnar, eru orðnar nánast 100 prósent, það er að segja ef mennirnir voru að segja satt.

Þá hljóp aldeilis á snærið hjá samsæriskenningafólki þegar Kári Stefánsson lét hafa eftir sér að eftir á að hyggja hefði verið betra að sleppa að bólusetja fólk undir fimmtugu. Tók Kári þó fram að bólusetningarnar hefðu bjargað jafnvel tugum milljóna manna en að áhættan sem tekin var við notkun bólusetninganna hefði valdið því að örlítið prósent þeirra sem fengu þær, þróaði með sér bólgur í hjartavöðva og fleira í þeim dúr. Í yfirlýsingu Kára eftir að viðtal við hann í hlaðvarpsþættinum Skoðanabræður olli misskilningi fjölmiðla, segir hann orðrétt: „Miklar umræður hafa skapast um bólgu í hjartavöðva sem aukaverkun af bólusetningu. Það er rétt að bólusetning gegn veirunni þrefaldar hættuna á henni en sýkingin sjálf átjánfaldar hana þannig að bólusetningin veitir sexfalda vörn gegn bólgunni.“ En unnendur góðra samsæriskenninga sjá bara eitt út úr þessu öllu; bólusetningarnar þrefalda hættuna á bólgu í hjartavöðva.

Enn eitt dæmi um þau góðu mál sem samsæriskenningafólk er í þessa dagana er sú staðreynd að glænýr íslenskur hlaðvarpsþáttur hefur nú litið dagsins ljós, Álhatturinn, en þátturinn er með þeim vinsælustu á Íslandi í dag.

Í slæmum málum

Hælisleitendur á Íslandi eru í skítamálum þessi dægrin, en ný útlendingalög hafa haft skelfilegar afleiðingar fyrir það ólánsfólk sem hingað hefur ratað í leit að betra lífi, oft frá skelfilegum aðstæðum í heimalandinu eða öðrum löndum sem ekki vildu hýsa þau. Blessing Newton er þar á meðal, en hún flutti til Ítalíu frá heimalandinu Nígeríu, haldandi að hún væri komin með vinnu sem barnfóstra. Á Ítalíu var hún hins vegar seld í mansal og neydd í vændi. Blessing sótti um hæli hér á landi fyrir nokkrum árum, en nýverið var henni neitað og vegna nýju laganna hefur hún ásamt fjölda annarra hælisleitenda, misst rétt á allri aðstoð hins opinbera og væri á götunni ef ekki væri fyrir góðvild ókunnugra sem hýstu hana, en óvíst er þó hversu lengi það er í boði. Íslendingar máttu horfa á þá hryggðarmynd sem blasti við í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins um daginn þegar Blessing og tveimur öðrum fórnarlömbum mansals, var hent út á stétt en þær lágu í jörðinni frávita af sorg.

- Auglýsing -

En hver er lausnin að mati dómsmálaráðherra? Flóttamannabúðir eða það sem hún kallar fyrirbærið; búsetuúrræði með takmörkunum. Takmarkanirnar eru sjálfsagt þær að fólki er haldið innan „úrræðisins“ með skertu ferðafrelsi og takmarkaðri þjónustu í allt að nokkur ár áður en því er hent úr landi. Blessing og hin fórnarlömb mansals sem enduðu á götunni um daginn, verða þá líklegast send beint aftur í vændi á Ítalíu, í boði Katrínar Jakobsdóttur sem fer fyrir íslenskum yfirvöldum. Mikil verður þá skömmin þá og er hún ansi mikil nú þegar.

Pistill þessi birtist í nýjasta blaði Mannlífs sem má lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -