Þriðjudagur 29. október, 2024
5.9 C
Reykjavik

Af sólbrenndum táslumyndum og rennblautum borgarbúum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í góðum málum

Norðlendingar og Austfirðingar eru í góðum málum í sumar. Ástæðan er auðvitað hitabylgjan sem nú er í tímabundinni pásu, svona rétt til að bjarga gróðrinum um smá vatn að drekka. Þvílíka blíðan sem hefur leikið um fólk á Norður- og Austurlandi það sem af er sumri. Og við sem búum í borginni eða annars staðar á landinu, höfum ekki fengið að gleyma því eina sekúndu hversu gott helvítis veðrið er búið að vera í þessum landshlutum. Endalausar ljósmyndir af sólböðum og brenndum skinnum á hitastigsmerktum myndunum er deilt látlaust á samfélagsmiðlunum, svona ef ske kynni að við hefðum ekki séð veðurfréttirnar: „+27°“ eða „Guð hvað ég er búin að brenna mikið í dag, yndislegt alveg!“.

Í slæmum málum

Ætli það séu ekki við hin, restin af landinu sem hefur bara séð sólina í mýflugumynd í sumar og þá yfirleitt er það gildra. Við hlaupum út á stuttbuxum og ber að ofan en þá er komin rigning. Hí á okkur. Og ekki nóg að það rigni endalaust á okkur, við þurfum að þola óþolandi áreiti sólbrúna fólksins fyrir austan og norðan, sem þreytist ekki á því að senda á okkur táslumyndir og hitatölur, eins og okkur sé ekki alveg drull. Það mætti jafnvel halda að þau séu að gera í því að pirra okkur, en ég trúi því nú varla … En, það er þó lausn á þessu þótt hún sé í dýrari kantinum. Lausnin felst í því að flýja land og taka táslumynd í fjörutíu stiga hita á fjarlægri sólarströnd og senda beint austur og norður og ná þannig fram hefndum! Hverjir eru með?

Þessi pistill birtist í nýjasta tölublaði Mannlífs sem ber heitið Ferðalagið en lesa má blaðið hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -