Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Afar slæm Íslandskynning í vinsælli færslu á X: „Beinir og meðvitandi þátttakendur í þjóðarmorði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísland er sagt beinn þátttakandi í þjóðarmorði á Palestínumönnum í vinsælli færslu á X-inu.

Maður að nafni Arnaud Bertrand heldur úti reikningi á samfélagsmiðli Elon Musk, X. Hann birti nýverið færslu sem hátt í 400.000 manns hefur séð en 10.000 manns hefur líkað við hana. Bertrand minnist í færslunni á Ísland en sú Íslandskynning er ekki af hinu góða því í færslunni minnir hann lesendur á að 18 vestræn ríki hafi ákveðið að skera niður fjárframlög til Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu (UNRWA) „á grundvelli órökstuddra ásakana Ísraelsmanna sem þau hafa ENN ekki lagt fram neinar sannanir fyrir.“ Á hann þar um ásakaninir Ísraela um að 12 starfsmenn UNRWA (af 30.000) hafi tekið hjálpað Hamas-liðum við árásina á Ísrael þann 7. október síðastliðinn.

Í færslunni segir hann að löndin 18 séu „beinir og meðvitandi þátttakendur í trúverðugu þjóðarmorði á Palestínumönnum á Gaza.“

Færsluna má lesa hér fyrir neðan og þar má einnig sjá listann yfir löndin 18.

„Áminning um að 18 vestræn ríki hafa skorið niður fjárframlög til UNRWA á grundvelli órökstuddra ásakana Ísraelsmanna sem þau hafa ENN ekki lagt fram neinar sannanir fyrir OG áminning um að UNRWA er helsta líflína Gazabúa, í samhengi við það sem Alþjóðadómstóllinn kallar „líklegt“ þjóðarmorð. Hérna er listi yfir lönd sem hafa skorið niður fjárveitingar til UNRWA, sem þýðir lönd sem eru beinir og meðvitandi þátttakendur í trúverðugu þjóðarmorði á Palestínumönnum á Gaza

Ástralía
Austurríki
Kanada
Eistland
Finnland
Þýskaland
Ísland
Ítalía
Japan
Lettland
Litháen
Holland
Nýja Sjáland
Rúmenía
Svíþjóð
Sviss
Bretland
Bandaríkin“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -