Ísland er sagt beinn þátttakandi í þjóðarmorði á Palestínumönnum í vinsælli færslu á X-inu.
Maður að nafni Arnaud Bertrand heldur úti reikningi á samfélagsmiðli Elon Musk, X. Hann birti nýverið færslu sem hátt í 400.000 manns hefur séð en 10.000 manns hefur líkað við hana. Bertrand minnist í færslunni á Ísland en sú Íslandskynning er ekki af hinu góða því í færslunni minnir hann lesendur á að 18 vestræn ríki hafi ákveðið að skera niður fjárframlög til Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu (UNRWA) „á grundvelli órökstuddra ásakana Ísraelsmanna sem þau hafa ENN ekki lagt fram neinar sannanir fyrir.“ Á hann þar um ásakaninir Ísraela um að 12 starfsmenn UNRWA (af 30.000) hafi tekið hjálpað Hamas-liðum við árásina á Ísrael þann 7. október síðastliðinn.
Í færslunni segir hann að löndin 18 séu „beinir og meðvitandi þátttakendur í trúverðugu þjóðarmorði á Palestínumönnum á Gaza.“
Færsluna má lesa hér fyrir neðan og þar má einnig sjá listann yfir löndin 18.
„Áminning um að 18 vestræn ríki hafa skorið niður fjárframlög til UNRWA á grundvelli órökstuddra ásakana Ísraelsmanna sem þau hafa ENN ekki lagt fram neinar sannanir fyrir OG áminning um að UNRWA er helsta líflína Gazabúa, í samhengi við það sem Alþjóðadómstóllinn kallar „líklegt“ þjóðarmorð. Hérna er listi yfir lönd sem hafa skorið niður fjárveitingar til UNRWA, sem þýðir lönd sem eru beinir og meðvitandi þátttakendur í trúverðugu þjóðarmorði á Palestínumönnum á Gaza
Ástralía
Austurríki
Kanada
Eistland
Finnland
Þýskaland
Ísland
Ítalía
Japan
Lettland
Litháen
Holland
Nýja Sjáland
Rúmenía
Svíþjóð
Sviss
Bretland
Bandaríkin“
Reminder that 18 Western countries have cut funding to UNRWA based on unsubstantiated accusations by Israel which they STILL haven’t provided any evidence for 👇
And a reminder that UNRWA is the Gazans’ main lifeline, in the context of what the International Court of Justice… https://t.co/x3CEz9bwvM
— Arnaud Bertrand (@RnaudBertrand) February 21, 2024