- Auglýsing -
Ríflega 500 manns tóku þátt í skoðunarkönnunar Mannlífs sem lögð var fyrir lesendur á föstudaginn síðasta. Spurt var hvort miðlunartillaga ríkissáttasemjara, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, þætti sanngjörn eða ósanngjörn.
Rétt tæplega 60 prósent svarenda telja tillöguna sanngjarna, ríflega 26 prósent þykir hún ósanngjörn á meðan rúm 14 prósent þykir hún hvorki né.
Atkvæðagreiðslu félagsmanna um miðlunartillöguna lýkur 8. mars næstkomandi.