Yfirgnæfandi meirihluti lesenda Mannlífs vilja að Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins eigi að segja af sér þingsetu, vegna kaupa Kaupfélags Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska hf.
Nýverið var sagt frá því að hluthafar í Kjarnafæði Norðlenska hf. hafi samþykkt kaup KS í fyrirtækinu.Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokksins, er einn af hluthöfum Kjarnafæði Norðlenska hf. í gegnum fyrirtæki í hans eigu og hefðu kaupin ekki mátt ganga í gegn án lagabreytinga sem gerðar voru í mars af frumkvæði atvinnuveganefndar.
Mannlíf spurði lesendur sína hvort þeim þætti rétt að Þórarinn segði af sér þingstörfum vegna málsins en niðurstaða könnunarinnar er afgerandi. Rétt ríflega 70 prósent þátttakenda vilja að þingmaðurinn segi af sér en tæp 30 prósent vilja það ekki.