Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Áföll í æsku tengd geðheilsuvanda: „Mikilvægt að styðja við börn sem lenda í slíkum áföllum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það sýnir hversu afdrifarík áföll í æsku eru fyrir heilsu kvenna til lengri tíma og hversu mikilvægt er að koma koma í veg fyrir þau og styðja við börn sem lenda í slíkum áföllum,“ segja Hilda Björk Daníelsdóttir, doktorsnemi og fyrsti höfundar rannsóknarinnar, og Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar á vef rannsóknarinnar Áfallasögu kvenna.

Niðurstöður hinnar viðamiklu rannsóknar Áfallasaga kvenna sem var gerð á vegum Háskóla Íslands sýna að sterk tengsl eru milli fjölda áfalla í æsku og geðheilsuvanda og skertrar getu kvenna til að takast á við áskoranir daglegs lífs á fullorðinsárum. Sagt er frá niðurstöðunum í alþjóðlega vísindatímaritinu eLife.

Vísindarannsóknin er ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. Á árunum 2018-19 tóku um 32.000 konur búsettar á Íslandi þátt í rannsókninni, sem samsvarar um 30% fullorðinna kvenna hérlendis á vinnufærum aldri. Konurnar svöruðu ítarlegum spurningalista, meðal annars um áföll á lífsleiðinni ásamt spurningum um geðræn einkenni og heilsufar á fullorðinsárum.

Í rannsókninni var sjónum beint að áföllum í æsku, þar á meðal vanrækslu, kynferðisofbeldi, einelti, heimilisofbeldi, geð- og fíknivanda á heimili og andláti foreldra. Niðurstöðurnar benda til þess að tæplega helmingur kvenna hafi orðið fyrir fleiri en einu áfalli í æsku og um 10% hafi upplifað fimm eða fleiri áföll. Þá voru sterk tengsl milli fjölda áfalla í æsku og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs (seiglu) og aukinnar hættu á sálrænum einkennum á borð við áfallastreitu, þunglyndi, kvíða, svefntruflanir og áfengisvanda á fullorðinsárum. Þau áföll í æsku sem höfðu hvað sterkust tengsl við sálræn einkenni og skerta seiglu á fullorðinsárum voru tilfinningaleg vanræksla, kynferðislegt ofbeld,i einelti og geðrænn vandi á heimili.

Þá höfðu ýmsir verndandi þættir geðheilbrigðis, til að mynda góð félagsleg tengsl og góður fjárhagur, lítil sem engin áhrif á tengslin milli áfalla í æsku og skertar seiglu og geðvanda á fullorðinsárum.

Í umsögn ritstjóra eLife um rannsóknina segir að niðurstöður hennar séu mikilvægt framlag til aukinnar þekkingar og vitundarvakningar um áhrif áfalla í æsku á seiglu og heilsufar.

- Auglýsing -

Greinin í eLife

Heimild:

Hilda Björk Daníelsdóttir, Unnur Anna Valdimarsdóttir. 2022. Áfallasaga kvenna. Háskóli Íslands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -