Blíðan heldur áfram á Suðausturhorni landsins og á Austurlandi. Þar má búast við 18 stiga hita í dag samkvæmt spá Veðurspá Íslands. Aftur á móti má búast við skúrum norðaustantil.
Á vestanverðu landinu verður áfram vætusamt og þar hvessir síðdegis. Á Snæfellsnesi verður töluvert hvasst, þar geta vindhviður farið í allt að 30 m/s og það getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Á vesturlandi verður einnig talsverð úrkoma og ferðafólk beðið um að sýna sérstaka aðgát við vantföll og vötn. Áfram er varað við grjóthruni og skriðum í bröttum hlíðum.