- Auglýsing -
Karlmaður um fertugt var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 19. júlí á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti karlmanns á fimmtugsaldri í Hafnarfirði um síðustu helgi.
Samkvæmt lögreglunni miðar rannsókn málsins vel, en getur ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.
Sjá einnig: Telja að Pólverjinn hafi verið stunginn til bana: „Áverkar á manninum sem benda til þess“