Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.9 C
Reykjavik

Afstaða gagnvart hjónaböndum samkynja para ekki að breytast

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kaþólski söfnuðurinn hefur vaxið gífurlega hratt hér á landi á síðustu árum. Kaþólska kirkjan er í dag annað stærsta trúfélag landsins með yfir 14.400 einstaklinga skráða í söfnuðinn.

 

Séra Jakob Rolland, prestur kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík, segir að honum þyki rödd kaþólsku kirkjunnar fá lítinn hljómgrunn hjá stjórnvöldum. „Ég fór einu sinni sjálfur í allsherjarnefnd út af lagafrumvarpi um hjónabönd samkynhneigðra. Þau hlustuðu á mig en bersýnilega var þetta bara formsatriði hjá þeim til að geta sagt: Við hlustum líka á kaþólska kirkju. Mér varð nokkuð ljóst að þau hefðu engan áhuga á að heyra hvað kaþólska kirkjan er að hugsa,“ segir Jakob.

Aðspurður um hvort biskupsdæmin aðlagist að einhverju leyti þeim löndum sem þau hafi aðsetur í svarar Jakob: „Já og nei. Ef maður talar um þjóðfélagsmál sem eru á yfirráðasvæði stjórnvalda þá er kirkjan auðvitað með í ráðum og reynir að fylgjast með og styðja. Til dæmis núna, um vernd umhverfis, er kirkjan mjög mikið með. Aftur móti ef það snýst um brot á mannréttindum og grundvallargildum mannlegs lífs, þá stendur kirkjan bara eins og einn klettur, sama hvar það gerist í heiminum. Þá er það sjálfur páfinn sem tjáir sig fyrir hönd kirkjunnar í þessum málum og við tökum undir.“

Hann segir jafnframt að í rauninni skipti íslensk lög engu máli þegar kemur að hjónabandi samkynja para þar sem trú kaþólsku kirkjunnar segi þeim að þannig hjónaband sé einfaldlega ekki mögulegt. „Ef tvær konur koma til okkar og vilja giftast þá segi ég: Því miður það gengur ekki hjá okkur. Ef þær segja að þá ætli þær að kæra okkur, segi ég: Gerðu það. Ef ég fer fangelsi, þá fer ég í fangelsi en það breytir engu um mína afstöðu,“ segir Jakob.

Nánar í nýjasta Mannlífi og á vef Kjarnans

Texti / Birna Stefánsdóttir
Mynd / Birgir Þór

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -