Åge Hareide er hættur alfarið knattspyrnuþjálfun eftir tilkynnt var að hann hefði hætt með íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu en greint er frá þessu í norskum fjölmiðlum í dag. Hefst því leit að nýjum landsliðsþjálfara en sögusagnir hafa lengi verið um að Hareide myndi ekki halda áfram að þjálfa íslenska landsliðið þrátt fyrir góðan árgangur. Liðið sigraði átta sinnum, gerði tvö jafntefli og tapaði tíu sinnum meðan hinn norski þjálfari var við völdin og var óheppinn að næla ekki í fleiri sigra. Sigur Íslands á Englandi í sumar stendur upp úr en enska liðið lenti í 2. sæti á EM í sumar. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, fór í viðtal í nokkrum fjölmiðlum í gær til að tjá sig um stöðuna eftir að tilkynnt var að Hareide væri hættur en sagði ekkert markvert en þegar hann var þjálfari var þekktur fyrir að tjá sig ítarlega í viðtölum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og Freyr Alexandersson, þjálfari Kortrijk í Belgíu, eru taldir líklegastir til að verða næsti þjálfari Íslands.