Föstudagur 27. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Agnar Guðnason er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Agnar Guðnason lést á hjúkrunarheimilinu Eir 10. júlí síðastliðinn, 97 ára að aldri.

Agnar, sem lengi var ráðunautur Búnaðarfélags Íslands og stofnandi Bændaferða, fæddist 13. febrúar 1927. Foreldrar hans voru Guðrún Eyjólfsson sem var verkstjóri við Gasstöðina í Reykjavík og húsmóðirin Sigrún Sigurðardóttir en Agnar var yngstur átta barna foreldra sinna en faðir hans átti fyrir einn son.

Árið 1945 kláraði Agnar búfræðinám sitt á Hólum, lauk prófi frá Búnaðarskólanum í Tune í Danmörku árið 1947 og þremur árum síðar búfræðikandídat frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn. Eftir nám starfaði Agnar við rannsóknir í landbúnaði í Noregi og á Íslandi og var kennari við Héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði 1952 til 1953 og ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands 1954 til 1975. Á árunum 1975 til 1985 var hann svo blaðafulltrúi Bændasamtakanna og frá árinu 1984 var hann yfirmatsmaður garðávaxta. Þá var hann einnig í ritaranefnd Norrænu bændasamtakanna frá 1964 sem og ritari Íslandsdeilsar samtakanna.

Agnar átti aukreitis farsælan fjölmiðlaferil en frá 1960 til 1974 var hann ritstjóri Handbókar bænda og meðritstjóri búnaðarblaðsins Freys í tvö ár, auk þess sem hann skrifaði bæklinga og fjölmargar blaðagreinar. Til fjölda ára var Agnar einnig landsþekktur útvarpsmaður en hann sá um fræðslu- og skemmtiþætti í útvarpinu, svo eitthvað sé nefnt. Árið 1965 stofnaði hann ferðaskrifstofuna Bændaferðir og í 40 ár ferðaðist hann til fjöli landa með þúsundir Íslendinga.

Agnar kvæntist eiginkonu sinni, Fjólu H. Guðjónsdóttur, fædd 7. september 1926, dáin 12 janúar 2021, árið 1953 en áður hafði hann verið giftur Ödu Christiensen frá 1949 til 1952. Saman áttu Agnar og Fjóla þrjá syni, þá Guðjón Sverri, fæddur 1954, Guðna Rúnar, fæddur 1956 og Hilmar Örn, fæddur 1960. Stjúpdórttir þeirra heitir Anna Lillian Björgvinsdóttir, fædd 1948. Agnar átti svo dótturina Ullu Gudnason úr fyrra hjónabandi en hún er fædd 1950 og er alin upp í Danmörku. Þá eiga þau átján barnabörn og þrettán barnabarnabörn.

Útför Agn­ars verður gerð frá Áskirkju í Reykja­vík 23. júlí næst­kom­andi kl. 13.

- Auglýsing -

Mbl.is sagði frá andlátinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -