Laugardagur 26. október, 2024
5.3 C
Reykjavik

Agnar Rafn látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Agn­ar Rafn J. Levy, bóndi í Hrísa­koti og fyrr­ver­andi odd­viti og hrepp­stjóri Þver­ár­hrepps, er látinn. Hann varð bráðkvadd­ur á heim­ili sínu 16. fe­brú­ar síðastliðinn. Agnar Rafn fædd­ist 30. janú­ar 1940, á Ósum á Vatns­nesi.

Andlátstilkynning Agnars birtist á mbl.is.

„Hann ólst upp í föðurg­arði við al­menn sveita­störf. Agn­ar var til sjós árin 1958-59. Hann hóf störf hjá Ingvari Helga­syni, heild­versl­un, 1960 sem fyrsti starfsmaður fyr­ir­tæk­is­ins og síðar skrif­stofu­stjóri. Þar var hann fram á vor 1969 og aft­ur 1971-72. Hinn 1. maí 1969 flutti Agn­ar í Hrísa­kot og hóf þar bú­skap, fyrst með for­eldr­um sín­um, en tók við búi 1. fe­brú­ar 1975 og bjó þar síðan.

Agn­ar var kos­inn varamaður í hrepps­nefnd Þver­ár­hrepps 1974, aðalmaður 1979 og odd­viti hrepps­nefnd­ar sama ár. Hann var skipaður hrepp­stjóri Þver­ár­hrepps frá 1984, var varamaður í sýslu­nefnd Vest­ur-Húna­vatns­sýslu frá 1978 og þar til þær voru aflagðar 1988 og hef­ur setið sem aðalmaður í héraðsnefnd Vest­ur-Húna­vatns­sýslu frá þeim tíma. Sat í jarðanefnd Vest­ur-Húna­vatns­sýslu frá 1989 og sat auk þess í flest­um nefnd­um í sveit­ar­fé­lag­inu. Agn­ar sat í stjórn KVH á Hvammstanga, fyrst sem varamaður en sem aðalmaður frá 1985, í stjórn Tón­list­ar­skóla Vest­ur-Húna­vatns­sýslu til fjölda ára frá 1982. Var skóla­bíl­stjóri við barna­skól­ann til fjölda ára. Sat í full­trúaráði Sjálf­stæðis­fé­lags Vest­ur-Hún­vetn­inga og var virk­ur í flokks­starf­inu, fór oft á lands­fundi flokks­ins og naut þess mjög.

Hann tók virk­an þátt í frjáls­um íþrótt­um á ár­un­um 1960-68 með KR í Reykja­vík, var með fremstu lang­hlaup­ur­um Íslands og var í landsliði Íslands á þeim tíma. Agn­ar skrifaði grein­ar í Tíma­ritið Húna og Húnaþing III og var í rit­nefnd Húna í mörg ár. Hann var virk­ur í kvæðamanna­fé­lag­inu Vatns­nes­ingi, frá­bær hagyrðing­ur og eru til ógrynni af ljóðum og vís­um eft­ir hann við hin ýmsu tæki­færi. Hann varði mjög mikl­um tíma í að skrá niður óút­gef­inn alþýðufróðleik og sagn­ir úr héraðinu.“

Agn­ar kvænt­ist Hlíf Sig­urðardótt­ur, fædd 28. ágúst 1946, 19. desember 1964 í Reykja­vík 

- Auglýsing -

Útför Agn­ars fer fram frá Hvammstanga­kirkju, föstu­dag­inn 1. mars klukkan 14.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -