Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Agnes biskup skellir skuldinni á séra Ninnu Sif: „Ég er ekki að setja skilyrði heldur Þjóðkirkjan“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sver nú af sér aðkomu að máli séra Gunnars Björnssonar sem var meinað að sjá um útför konu sem hann þekkti vel. Óskin um þjónustu séra Gunnars komin frá konunni og syrgjandi fjölskyldu hennar.

Skilaboð séra Ninnu voru afdráttarlaus.

Séra Ninna Sif Svavarsdóttir, sóknarprestur í Hveragerðiskirkju, sagði í smáskilaboðum til syrgjenda að Þjóðkirkjan vildi ekki að séra Gunnar annaðist athafnir í kirkjunni. Bannið væri „ákvörðun“ Þjóðkirkjunnar. „Ég er ekki að setja skilyrði heldur Þjóðkirkjan,“ segir Ninna Sif í smáskilaboðunum. Nú segir Agnes biskup allt annað og vísar á séra Ninnu.

Í svarbréfi til Guðmundar Jóns Sigurðssonar, sonar hinna látnu, segir Agnes ástæðu bannsins væntanlega vera framkomu Gunnars „sem rataði í fjölmiðla fyrir einhverjum árum meðan hann var enn embættismaður þjóðkirkjunnar“. 

Gunnar er með hreina sakaskrá og það er ekkert sem segir að hann megi ekki þjóna, þegar þess er óskað.

|
Agnes M. Sigurðardóttir biskup

Mannlíf hefur ítrekað reynt að fá svör vegna málsins frá æðstu ráðamönnum Þjóðkirkjunnar – en þar hefur þögnin nú tekið yfir og engin svör að fá. Mannlíf setti sig í samband við séra Ninnu Sif, og spurði um ósamræmið í orðum hennar og biskups.

„Ég tjái mig ekki um það mál við fjölmiðla,“ sagði hún.

Ástæðan er væntanlega framkoma hans

- Auglýsing -

Mannlíf hefur undir höndum tölvupóstsamskipti milli biskups og Guðmundar Jóns er varða málið. Samkvæmt þeim vísar Agnes því á bug að það hafi verið hún sem bannaði séra Gunnari Björnssyni að þjóna við útförina áðurnefndu:

„Sæll Ég votta þér samúðar vegna fráfalls móður þinnar. Varðandi erindi þitt þá fól ég starfsmanni að svara því og komst að því áðan að svarið hafði ekki borist þér. Ábyrgðaraðilar sóknarkirkna eru sóknarnefndirnar. Hver sóknarnefnd í samráði við sóknarprestinn ræður umgengni í kirkjunni og afnotum hennar. Sóknarpresturinn ber ábyrð á öllum athöfnum í kirkjunni, líka þar sem aðrir prestar þjóna. Þessir aðilar hafa í umræddri kirkju ákveðið að sr. Gunnar athafnaði ekki í kirkjunni. Ástæðan er væntanlega framkoma hans sem rataði í fjölmiðla fyrir einhverjum árum meðan hann var enn embættismaður þjóðkirkjunnar. Kv. Agnes M. Sigurðardóttir“

Séra Gunnar Björnsson

Samkvæmt þessu er Agnes biskup að segja að ákvörðunin hafi verið hjá þeim sem stjórna í Hveragerðiskirkju og að Gunnar sé sniðgenginn vegna mála sem hann var sýknaður af.

- Auglýsing -

Mannlíf hefur sent fyrirspurn um málið til Biskupsstofu, en þar er það sama uppi á teningnum – engin svör um framkomuna við syrgjendurna og séra Gunnar. Guðmundur Jón segir að málinu sé fjarri því lokið.

„Ég vil fá það á hreint hver er að segja ósatt og fá skýringu á framkomunni við prestinn. Þá vil ég að við fjölskyldan og séra Gunnar fáum afdráttarlausa afsökunarbeiðni frá þessu fólki,“ segir Guðmundur Jón.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -