Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður Eflingar segir formanninn tilbúinn að láta „láglauna félagsmenn sína þjást“.
Í nýlegri færslu birti Agnieszka Ewa Ziółkowska reglugerð Eflingar er snertir verkbönn en þar stendur skýrum orðum að vinnudeilusjóður Eflingar sé ætlað að aðstoða Eflingarfólk bæði í verkföllum og verkbönnum. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður hefur hins vegar sagt að stéttarfélaginu sé ekki skylt að greiða félagsmönnum sínum í verkbönnum.
„Hér höfum við reglugerð vinnudeilusjóðs Eflingar. Félagar í Eflingu eiga rétt á því að vita að reglur félagsins eru ekki að hindra formann þeirra í að greiða úr sjóðnum í tilviki verkbannsins. Það er einungis hennar ákvörðun. Hún er þess í stað tilbúin að láta láglauna félagsmenn sína þjást.
Í reglugerð þessari segir að Efling sé heimilt að styðja félagsmenn sína ef um verkbann er að ræða. Það sem er réttast í stöðunni er að styðja félagsmenn okkar í verkbanninu, ekki láta þá þjást,“ skrifar Agnieszka og birti reglugerðina.