Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Agnieszka um Sólveigu: „Hún er þess í stað tilbúin að láta láglauna félagsmenn sína þjást“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður Eflingar segir formanninn tilbúinn að láta „láglauna félagsmenn sína þjást“.

Í nýlegri færslu birti Agnieszka Ewa Ziółkowska reglugerð Eflingar er snertir verkbönn en þar stendur skýrum orðum að vinnudeilusjóður Eflingar sé ætlað að aðstoða Eflingarfólk bæði í verkföllum og verkbönnum. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður hefur hins vegar sagt að stéttarfélaginu sé ekki skylt að greiða félagsmönnum sínum í verkbönnum.

„Hér höfum við reglugerð vinnudeilusjóðs Eflingar. Félagar í Eflingu eiga rétt á því að vita að reglur félagsins eru ekki að hindra formann þeirra í að greiða úr sjóðnum í tilviki verkbannsins. Það er einungis hennar ákvörðun. Hún er þess í stað tilbúin að láta láglauna félagsmenn sína þjást.

Í reglugerð þessari segir að Efling sé heimilt að styðja félagsmenn sína ef um verkbann er að ræða. Það sem er réttast í stöðunni er að styðja félagsmenn okkar í verkbanninu, ekki láta þá þjást,“ skrifar Agnieszka og birti reglugerðina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -