„Villta dýralífið er svo fábreytt á Íslandi að þegar við teljum tegundirnar sjö upp þá teljum við mýsnar og rotturnar tvisvar (húsamús, hagamús, brúnrotta og svartrotta). Eini raunverulegi landnemi Íslands er hins vegar heimskautarefurinn sem er einstakur hér á landi. Þrátt fyrir það erum við að drepa um 7.000 refi á hverju ári í stofni sem er litlu stærri en það.“ Þannig hefst Facebook-færsla Ágústar Ólafs Ágústssonar, fyrrum þingmanns Samfylkingarinnar. Í færslunni hneykslast hann á veiðum á íslenska refnum.
Fyrir þau sem ekki hafa séð íslenska refinn þá er hann svipað stór og köttur eða einungis um 3,5 kg.“
Að lokum hvetur Ágúst til friðunar á íslenska refnum.