Söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir gagnrýnir harðlega þá ákvörðun sem Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, tók árið 2020.
Ágústa Eva var ósátt með tilkynningu Félags íslenskra náttúrufræðinga, sem birtist á mbl.is í gær. Á Facebook-síðu sinni en í henni skoraði félagið á Alþingi, stjórnvöld, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) og skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands um að hysja upp um sig buxurnar og ganga frá yfirflutningunum frá LBHÍ til FSu svo sómi sé að.
Í færslu sinni sagði Ágústa Eva að menntamálaráðherra væri að rífa hjartað úr Hveragerði án umræðu eða umfjöllunar.
„Einstaklega heimskulegt, sérstaklega þegar öll áhersla á að vera að hlúa að þessu þar sem Evrópa horfir á matarskort á allra næstu árum. Hvernig er hægt að ein ríkisstjórn geti tekið allar verstu ákvarðanir sem hugsast geta á örfáum árum? Ég skora á Ásmund að snúa þessari ákvörðun umsvifalaust og hlúa eins vel og hægt er að þessum mikilvæga málaflokki.“
Lýsti félagið miklum áhyggjum af ákvörðun Lilju á Þorláksmessu árið 2020 að færa Garðyrkjuskólann að Reykjum við Hveragerði til Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi án þess að ræða flutninginn á Alþingi. Sagði félagið það sæta furðu að nám við Garðyrkjuskólann væri auglýst í gegnum FSu án þess að formlegur samningur liggi fyrir um yfirfærsluna.