Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Ahmed biðlar til ríkisstjórnarinnar: „Ég vona að þið sjáið mig sem manneskju sem misst hefur allt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ahmed Al-Mamlouk, Palestínumaður sem hefur fengið neitun um hæli hér á landi, biðlar til yfirvalda, um að sýna sér miskun og leyfa honum að hefja nýtt líf. Hann missti alla fjölskyldu sína í sprengjuárás Ísraelshers í desember.

Maðurinn sem Mannlíf tók viðtal við fyrir nokkru, Ahmed Al-Mamlouk, er í afar slæmri stöðu hér á landi. Ekki missti hann aðeins öll fjögur börn sín og eiginkonu í sprengjuárás Ísraelshers á Gaza-borg í desember, heldur hefur hann í þrígang fengið neitun um hæli hér á landi og á yfir höfði sér að vera sendur úr landi á hverri stundu.

Sjá einnig: Ahmed missti öll börn sín í sprengjuárás: „Pabbi, hvenær getum við spilað fótbolta á Íslandi?“

Í gær fékk Ahmed þær hræðilegu fréttir að bróðursonur hans, Adam, hafi verið drepinn í sprengjuárás Ísraelhers í norðurhluta Gaza en ekkert hafði heyrt frá honum í 50 daga en nú hefur sagt fengist staðfest að hann hafi verið drepinn. „Við ólumst upp saman, bjuggum saman. Hann var mér sem bróðir,“ segir Ahmed í samtali við Mannlíf. Ennfremur segir Ahmed að foreldrar hans og tvær systur séu nú föst í flóttamannabúðunum í Rafah í vesturhluta Gaza en Ísraelar hafa verið að gera þar stórfelldar árásir síðustu sólarhringa. „Pabbi hefur verið bundinn við hjólastól frá 2018.“

Adam, frændi og uppeldisbróðir Ahmed

Ahmed vill ekkert heitar en að fá að búa hér á landi, vinna og borga skatta til samfélagsins og endurbyggja líf sitt. En staða hans er grafalvarleg, búið er að synja honum um hæli í þrígang og getur hann því átt von á að vera sendur úr landi til Austurríkis, á hverri stundu. Í Austurríki bíður hans ekkert, hann hafði áður veirð þar í 14 mánuði án þess að fá nokkra vinnu né aðra aðstoð. Í dag býr hann hjá íslenskri konu sem sá aumur á honum og leyfði honum að dvelja hjá sér. Áður en Ahmed fór í hið erfiða ferðalag frá Gaza fyrir fimm árum, starfaði hann í sápu, sjampó og uppþvottalegs-markaðnum á Gaza.

Ahmed biðlar til ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um að miskuna sig yfir honum og leyfa að búa hér á landi. Skilaboð Ahmedar má lesa hér: „Ég virði ykkur fyrir að bjóða mér velkominn til landsins. Fyrir það þakka ég ykkur. Ég er sannfærður um réttlæti ykkar og mannúð en ég þarfnast þess áður en ég verð rekinn úr landi. Ég vona að einhver einbættismanna komi sögu minni og þjáningu til ríkisstjórnarinnar og þakka ég honum fyrir það. Ég vona að þið sjáið mig sem manneskju sem misst hefur allt. Sem föður sem hefur misst öll sín börn. Misst allt.“

- Auglýsing -

Segist Ahmed í samtali við Mannlíf eiga von á því að vera hent úr landi á hverri stundu. „Ég lifi í stöðugum ótta. Ég býð bara heima og er hræddur. Ég fer út að versla og er hræddur.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -