Miðvikudagur 30. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Áhöfnin á Polar Ammassak varð vitni að upphafi gossins: „Þessu mun maður aldrei gleyma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Áhöfn grænlenska skipsins Polar Ammassak varð vitni að upphafi eldgossins í gærkvöldi en skiptið var statt um átta mílur út af Krísurvíkurbjargi.

Fallegt er það.
Ljósmynd: Geir Zoëga

Síldarvinnslan segir frá því á heimasíðu sinni að grænlenska skipið Polar Ammassak hafi verið statt um sjö til átta mílur út af Krísurvíkurbjargi, þegar eldgosið hófst á Reykjanesi upp úr klukkan 22 í í gærkvöldi. Geir Zoёga skipstjór var í brúnni og lýsir hann þessu svo:

„Við vorum á leið til Hafnarfjarðar frá Danmörku þar sem við lönduðum síld. Ég var alltaf annað slagið að líta eftir ljósum í landi. Þar sem ég stend þarna og skima til lands sé ég allt í einu eld birtast sem stækkaði fljótt. Mér datt strax í hug eldgos og fór og kannaði á netinu hvað fjölmiðlar segðu en þá voru engar fréttir af eldgosi. Ég kallaði strax á strákana og við fylgdumst agndofa með því sem var að gerast. Það var mikill bjarmi frá eldinum og þetta var heljarinnar sjónasrspil. Hér var um að ræða einstaka upplifun og líklega fær maður ekki að upplifa neitt þessu líkt aftur í lífinu. Þessu mun maður aldrei gleyma,“ segir Geir Zoёga. Frétt frá vef Síldarvinnslunnar.

Guðbjartur Gunnþórsson stýrimaður og Geir Zoega skipstjóri í brúnni.
Ljósmynd; Síldarvinnslan

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -