- Auglýsing -
Á dögunum æfði áhöfnin á TF-EIR, notkun slökkviskjólunnar sem var keypt frá Kanada í fyrra. Munu fleiri æfingar af sama meiði fara fram næstu daga.
Fór æfingin fram í Skorradal og fór áhöfnin nokkrar ferðir með skjóluna en vatnið sótti hún í Skorradalsvatn. Kemur þetta fram á heimasíðu Landhelgisgæslunnar í dag.
Þar segir einnig að Gæslan leggi mikið kapp á að æfa notkun skjólunna, á þessum árstíma en skjólan tekur um 2.000 lítra af vatni í hverri ferð.