Óskað var eftir aðstoð lögreglu í gærkvöldi við að fjarlægja mann úr verslun í hverfi 105. Skömmu síðar var lögregla kölluð út í hverfi 104 þar sem maður hafði orðið fyrir líkamsárás. Einn aðili var handtekinn í tengslum við málið.
Fyrr um kvöldið handtók lögregla tvo menn í miðborginni fyrir þjófnað í verslun. Báðir voru látnir gista í fangaklefa lögreglu. Þá sinnti lögregla hefðbundu umferðareftirliti og stöðvaði alls fimm ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Einn þeirra hafði þó aldrei öðlast ökuréttindi. Samkvæmt dagbók lögreglu virðist nóttin hafa verið tiltölulega róleg.