Lögreglu barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í gærkvöldi. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að um misskilning var að ræða þar sem íbúi hafði aðeins sleppt hundinum sínum út til þess að gera þarfir sínar. Síðar um nóttina barst lögreglu tilkynning um brunalykt í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Þar kom í ljós að útidyrahurð stóð í ljósum logum og var slökkvilið kallað til. Húsráðendum tókst að slökkva eldinn áður en slökkvilið bar að garði en enginn slasaðist samkvæmt dagbók lögreglu.
Þá sinnti lögregla reglubundnu umferðareftirliti og stöðvaði nokkra ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum fíkniefna. Auk þess gistu fjórir í fangageymslu í nótt en ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvað aðilarnir eru grunaðir um.