Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Áhyggjufullur Þórólfur: „Óvarlegt að segja að Covid sé almennt búið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rétt tæplega fimmtíu prósent Íslendinga hafa nú greinst með Covid-19 sjúkdóminn. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í gær að minni útbreiðsla í samfélaginu benti til þess að hjarðónæmi væri náð. Daglega greinast milli hundrað til tvö  hundruð manns smitaðir en Þórólfur segir Ómíkron- bylgjuna vera að líða undir lok. Hversu lengi ónæmið endist segir Þórólfur vera ósvissu.

„Það eru alveg líkur á því að það muni dvína þannig að fólk geti smitast aftur, kannski í haust eða eitthvað, við vitum það ekki. Svo eru auðvitað líkur á því að það komi ný afbrigði sem þetta ónæmi sem við erum komin með verndi ekki fyrir,“ sagði Þórólfur en taldi ómögulegt væri að segja til um hvort, eða hvenær það gæti gerst.
„Þess vegna held ég að það sé óvarlegt að segja að Covid sé almennt búið. Það hefur kannski um helmingur mannkyns fengið Covid sem þýðir að það er enn þá fullt af fólki sem getur fengið Covid í heiminum,“ sagði Þórólfur undir lokin.
Fréttablaðið fjallaði fyrst um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -