Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.6 C
Reykjavik

Áhyggjur af nýrri blóðsugu sem numið hefur land á Íslandi: „Þeir ná að fjölga sér á hýslinum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dýrafræðingar hafa áhyggjur af mögulegum landnema hér við land. Um er að ræða blóðsjúgandi mítlategund sem nýlega fannst í fyrsta sinn í villtum fuglum hér á landi.

Samkvæmt frétt Rúv um málið segja dýrafræðingar að mítlarnir geti valdið miklum skaða nái þeir að berast inn á alifuglabú.

Hræ af smyrli barst fyrir nokkrum vikum, tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum, til rannsóknar. Hræið bar mikinn fjölda mítla en þeir sáust auðveldlega með berum augum. Við frekari athugum kom í ljós að tegund mítlanna hafði ekki sést áður í villtum fuglum hér á landi en hún er afar skaðleg blóðsjúgandi mítlategund.

Í samtali við Rúv segir Karl Skírnisson, dýrafræðingur hjá tilraunastöðinni að Keldum, það töluvert áhyggjuefni að mítillinn hafi hér numið land. Nefndi hann sem dæmi að í Bandaríkjunum er hann álitinn algengt meindýr sem valdi fuglum gríðarlegum sársauka og getur valdið fugladauða í stórum stíl á alifuglabúum. „Þeir ná að fjölga sér á hýslinum, á hænunum ef við tölum sérstaklega um hænur, þá ná þeir að ljúka lífsferlinum á svona viku eða svo.“

Hinn sýkti smirill fannst í byrjun mars, rétt hjá Sandgerði en Karl segist ekki vita til þess að mítlarnir hafi greinst víðar. Biðja þau að Keldum fuglamerkingafólk og þá sem starfa við fuglarannsóknir, að hafa augun opin. „Fari þessir mítlar sem eru svona um millímeter á lengd að skríða um á höndunum á viðkomandi, þá er nú rétt að taka sýni og koma til okkar í greiningu,“ segir Karl í samtali við Rúv.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -