Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Aktu Taktu lækkar verð á frönskum: Jói svarar kalli neytenda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í kjölfar fréttar Mannlífs um óánægju neytenda með verð og skammtastærð á frönskum kartöflum hjá Aktu Taktu, hefur veitingastaðurinn nú brugðist við og lækkað verð á frönskum.

„Takk kærlega fyrir ábendinguna og innleggið. Stefna okkar Gleðipinna er að hámarka upplifun viðskiptavina með því að leggja höfuðáherslu á gæði matar og þjónustu. Og hluti af því að fylgja þeirri stefnu er að hlusta á viðskiptavini okkar.“

Svona hefst svar Jóhannesar Ásbjörnssonar, talsmanns og eins eigenda Gleðipinna, við gagnrýni Agnars Kárasonar, sem vakti athygli á málinu og lýsti yfir óánægju sinni með veitingastaðinn á Facebooksíðunni Brask og brall.is. Fyrirtækið Gleðipinnar eiga og reka Aktu Taktu.

Svona var skammturinn á Aktu taktu sem ollu óánægju viðskiptavinar.

Jóhannes heldur áfam:

„Í fyrsta lagi þá vil ég taka fram að í þessu tilfelli þá fékkst þú afgreiddan of lítinn skammt af frönskum. Og það eru mannleg mistök sem eru alfarið á okkar ábyrgð.“

„Í öðru lagi þá hafði þessi ábending þín þau áhrif að við ræddum saman, við eigendur Gleðipinna og stjórnendur Aktu Taktu, og ákváðum að lækka verðið á stökum frönskuskömmtum. Við erum sammála þér að þau verð stinga í stúf við almenna verðlagningu Aktu Taktu þar sem við viljum trúa því að viðskiptavinir fái mikið virði fyrir það sem þeir greiða fyrir, bæði hvað varðar magn og gæði. Þar má sem dæmi nefna Fjarkann sem er vinsælasta fjölskyldutilboðið okkar, fjórir ostborgarar eða Aktu Taktu borgarar + franskar og 2l af Coke á 3.999 kr,“ segir í svari Jóhannesar.

- Auglýsing -

Breytt verð Aktu Taktu á stökum frönskuskömmtum eru eftirfarandi:

Lítill skammtur lækkar úr 679 krónum í 599 krónur.

Miðlungs skammtur lækkar úr 999 krónum í 799 krónur.

- Auglýsing -

Stór skammtur lækkar úr 1399 krónum í 1199 krónur.

Jóhannes, eða Jói eins og hann er oftast kallaður, segir breytingu á verðlagningunni taka gildi strax, þó veitingastaðurinn eigi eftir að prenta nýja matseðla. „Þið takið viljann fyrir verkið,“ segir Jói.

Neytendur geta á þessu séð að það borgar sig svo sannarlega að láta vita og vekja athygli á hlutum sem þeim þykir ábótavant hjá veitingastöðum og verslunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -