Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Albert Guðmundsson kærður fyrir kynferðisbrot

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Albert Guðmundsson, knattspyrnumaður hjá Genoa og landsliði Íslands, hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot, samkvæmt heimildum DV.

Formaður KSÍ staðfestir við DV að sambandið hafi borist ábending um að landsliðsmaður í knattspyrnu hafi borist kæra vegna kynferðisbrots. Samkvæmt heimildum DV er knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson en hann spilar með Genoa. Meint fórnarlamb hefur lagt fram kæru til lögreglu hér á landi vegna meints brots Alberts á Íslandi í sumar.

„Ég get staðfest að það kom ábending á okkar borð um kæru vegna kynferðisbrots landsliðsmanns,“ sagði Vanda í samtali við DV en vildi ekki greina frá nafni leikmannsins.

Segir Vanda að starfsmönnum KSÍ hafi verið tilkynnt um málið í dag en reglum KSÍ samkvæmt má ekki velja leikmann í landsliðið á meðan slík mál eru rannsökuð af lögreglu.

Albert, sem er 26 ára gamall var í byrjunarliði ítalska úrvalsdeildarliðins Genoa um síðustu helgi. Fyrr á ferlinum lék Albert í Hollandi. Hefur hann leikið 35 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim sex mörk.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -