Sunnudagur 22. september, 2024
5.7 C
Reykjavik

Albert Guðmundsson mögulega á leiðinni til Þýskalands

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson gæti verið á leiðinni til Þýskalands ef marka má fréttir erlendra miðla undanfarna daga.

Liðið VfB Stuttgart sem spilar í þýsku úrvalsdeildinni er sagt hafa mikinn áhuga á íslenska landsliðsmanninum en hann hefur verið orðaður við stórliðin Inter Milan, Juventus og Tottenham undanfarna mánuði. Greint var frá því nýlega að áhugi Inter Milan hafi þó minnkað eftir að Albert var ákærður fyrir nauðgun fyrir stuttu en fyrirtaka í málinu er í lok ágúst.

Stuttgart lenti í 2. sæti í þýsku úrvaldeildinni á seinasta tímabili og spilar þar með í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og því ljóst að Albert mun spila á stærsta knattspyrnusviði heims færi hans sig til liðsins. Þá kepptu Íslendingarnir Ásgeir Sig­ur­vins­son og Eyj­ólf­ur Sverris­son með liðinu við gott orðspor á seinustu öld.

Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -