Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Albert Guðmundsson sýknaður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Knattspyrnumaður Albert Guðmundsson hefur verið sýknaður af ákæru um nauðgun í héraðsdómi en dómur í málinu féll fyrir stuttu síðan. Albert var ekki viðstaddur þegar dómurinn var kveðinn upp

Í fyrra var Albert kærður fyrir kynferðisbrot gegn konu en lögreglan rannsakaði málið og sendi það til héraðssaksóknara. Sá felldi málið niður í vor þar sem hann taldi að það væri ekki líklegt til sakfellingar. Kærði konan þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem í maí sneri henni við.

Líkt og venjan er í kynferðisbrotamálum er þinghald í málinu lokað en þann 3. júlí var Albert viðstaddur þingfestingu málsins í gegnum fjarfundarbúnað. Þegar Albert var kærður mátti hann ekki leika með landsliðinu en fékk síðan að spila nokkra leiki með liðinu þegar frávísunin var í áfrýjunarferli. Frá því að niðurfellingunni var snúið við hefur Albert aftur verið á bannlista KSÍ.

Albert hefur frá upphafi neitað sök í málinu.

Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk. Albert spilar nú með ítalska liðinu Fiorentina á láni og hefur byrjað tímabilið vel

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -