Íslenski knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er sagður vera nálægt því að ganga til liðs við ítalska knattspyrnuliðið Fiorentina en viðræður eru sagðar á lokastigi í ítölskum fréttamiðlum.
Liðið endaði í 8. sæti í efstu deild Ítalíu á seinasta tímabili en liðið hefur endað í kringum miðja deild undanfarin áratug en náð ágætis árangri í Evrópukeppnum. Sumir töldu að Albert myndi ekki færa sig um set þar til eftir niðurstaða úr nauðgunarmáli hans væri ljós en fyrirtaka í málinu er í lok ágúst.
Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.