Mánudagur 23. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Aldís Fjóla vill að verslanir taki sig á: „Sveitakonan í mér verður alveg lens út af þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytandi vikunnar er Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir. Aldísi Fjólu er margt til lista lagt. Hún er tónlistarkona, textahöfundur, söngkennari, viðburðastjóri og þerapisti. Rokkari í hjartanu, sveitakona og náttúrubarn. Árið 2020 gaf hún út plötuna Shadows, sem hefur fengið góðar viðtökur, en lög af henni hafa til að mynda ratað inn á vinsældarlista Rásar 2. Í vor hélt hún síðan loksins útgáfutónleika í Iðnó fyrir fullu húsi, þegar heimsfaraldur var farinn að halda sig á mottunni. Næsta plata Aldísar er væntanleg í október næstkomandi.

Aldís Fjóla gaf sér tíma til þess að svara nokkrum spurningum um neysluvenjur sínar, einhversstaðar á milli starfa sinna.

Aldís Fjóla. Mynd úr einkasafni.

Hvar kaupir þú eða fjölskylda þín helst inn mat og rekstrarvörur til heimilisins og hversu mikill er sá kostnaður að jafnaði á mánuði?

Ég er það heppin að vera úr sveit, þannig að allt kjöt kemur frá föður mínum beint frá býli. Aðrar vörur kaupi ég í Nettó eða Krónunni og nota heimsendingarnar þeirra mjög mikið. 

Hvaða aðferðum beitir þú til að nýta mat sem best?

Ég reyni að finna upp nýja rétti og frysta það sem ég nýti ekki daginn eftir. Annars er ég í þannig vinnu að ég er örsjaldan heima til að elda þannig að ég geri oftast bara skammt fyrir mig. 

- Auglýsing -

Hvert er þitt helsta sparnaðarráð?

Ég elska, elska, elska allar second hand búðirnar sem eru komnar hingað og versla gríðarlega mikið við Verzlanahöllina, bæði til að selja mín föt og kaupa önnur í staðinn. 

Er allt rusl flokkað heima hjá þér? Ef svo er, hvaða verklag hefur reynst þér eða fjölskyldu þinni best til að tryggja að allt rusl sé flokkað?

- Auglýsing -

Ég viðurkenni að ég er hræðileg að flokka. Hræðileg. 

Hvaða hreinsiefni eru notuð heima hjá þér?

Ég nota mikið ilmolíur og þá sérstaklega sítrónu og Thieves út í vatn blönduna til að þrífa heima. 

Kaupir þú helst ný eða notuð húsgögn?

Ég er mikið í notuðum húsgögnum og var líka svo heppin að heimili mínu fylgdu húsgögn.

Aldís Fjóla á myndinni framan á plötunni Shadows. Mynd: Aðsend.

Átt þú bíl? Hve miklu eyðir þú að jafnaði í samgöngur á mánuði?

Ég á bíl, hann heitir Tinni og ég eyði að jafnaði svona 40 þúsund á mánuði í samgöngur. 

Leggur þú fyrir? Ef svo er, í hvaða formi er sparnaðurinn?

Ég er alltaf að reyna að leggja fyrir, það gengur misvel og ekkert þessa stundina. 

Hvernig finnst þér verðlag á Íslandi?

Það er alveg rosalega hátt miðað við að launin eru ekkert að hækka mikið á móti. 

Ert þú með fasteignalán? En önnur lán?

Engin lán. 

Hvaða breytingu myndir þú vilja sjá sem neytandi?

Ég myndi vilja sjá meira af vörum á síðasta söludegi á afslætti eða einfaldlega gefins. Það er hrikalegt hversu miklu er hent sem hægt er að nota enn, bara út af einni dagsetningu á vörunni. Sveitakonan í mér verður alveg lens útaf þessu. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -