Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Aldís vaknaði á spítala eftir byrlun á Tenerife: „Fyrir mér var þetta ekkert líkt neinni Paradís“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aldís nokkur segist aldrei nokkurn tímann ætla að ferðast aftur til Tenerife. Þar lenti hún í því að stolið var úr töskunni hennar á flugvellinum og síðar vaknaði rankaði hún við sér á sjúkrahúsi, sannfærð um að sér hafi verið byrlað.

Eftir upplifunina upplifir Aldís Tenerife sem ómennskjulegan áfangastað ferðafólks og þangað ætlar hún ekki aftur. Hún segir frá upplifuninni á spjallsvæði áhugafólks um eyjuna fögru og leggur á það áherslu í samtali við Mannlíf að hún sjálf hafi verið fullkomlega edrú áður en hún endaði á spítalanum.

„Aldrei aftur að koma til Tenerife. Aldrei láta bretabullur ógna, bölva og byrla, þannig að 66 ára konan rankar við sèr á sjúkrahúsi…Aldrei að sætta sig við að stolið sé úr töskum af starfsfólki flugvallar…Aldrei aftur að skammast sín fyrir að hafa verið á ,,Paradīsareyjunni’ svoköllðu,“ segir hún og heldur áfram:

„Fyrir mér var þetta ekkert līkt neinni Paradís, þó ég hafi aldrei upplifað þann stað. En andstaðan við Paradis byrjar á H. Þar myndi ég staðsetja þessa ómanneskjulegu, færibandalegu og peningaplokkeyju. Því segi ég…Aldrei aftur!“

Fjölmargir blanda sér í umræðunni undir frásögn Aldísar. Ýmsir eru þar miður sín vegna frásagnarinnar á meðan aðrir lýsi ánægju sinni með áfangastaðinn. Hildur er ein þeirra fyrrnefndu. „Vá þetta er ömurlegt að heyra, vonandi er allt í lagi með þig. Viltu deila betur hvað gerðist og hvar? Ég vil endilega forðast svona staði,“ segir Hildur. Og Heiða tekur í sama streng. „Leitt að heyra þetta! Ég vona að það sé í lagi með þig Aldís,“ segir hún. 

Þórarinn er heldur ekki sáttur. „Hljómar ekki vel að þurfa að plasta töskur og passa upp á að ekki verði eitrað fyrir manni. Býst við að glæpum fjölgi hratt í heiminum þessa dagana vegna ástandsins, segir Þórarinn áhyggjufullur. Og Halldóra hefur líka áhyggjur. „Hræðilegt að lenda í þessu Guði sé lof að ég hef aldrei lent í svona löguðu á Tene og er ég búin að fara í nokkur skipti. Það er ekkert grín að lenda í byrlun, vonandi færðu viðeigandi aðstoð við að vinna úr þessu,“ segir Halldóra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -