- Auglýsing -
Eldur kviknaði í smáhýsi við Elliðavatn á tíunda tímanum í gær. Smáhýsið var alelda og er slökkviliðið mætti á svæðið var það gott sem brunnið til grunna. Mesta mildi þótti að enginn var inni í byggingunni. Eldupptökin eru ókunn og gekk slökkvistarfið með ágætum.
Samkvæmt stöðufærslu frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru 96 útköll vegna sjúkraflutninga og fimm útköll dælubíla.