Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Alexandra Briem: „Ef þú styður Trump, þá ertu andstæðingur minna réttinda“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Alexandra Briem segir að þeir sem styðji Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, séu andstæðingar réttinda hennar, en hún er er transkona.

Frambjóðandi Pírata fyrir komandi kosningar, Alexandra Briem skrifaði Facebook-færslu þar sem hún birtir setningu frá framboðssíðu Donalds Trump, þar sem kemur fram að hann muni biðja Bandaríkjaþing að samþykkja frumvarp sem kveður á um að ríkisstjórnin viðurkenni aðeins tvö kyn og að þau séu kynin sem fólk fæðist með.

Færslan byrjar á eftirfarandi hátt:

„Ef þið þekkið einhvern sem hefur reynt að halda því fram við ykkur að Trump sé ekki andstæðingur trans fólks, að það sé einhver misskilningur af okkar hálfu, þá er þetta af hans eigin framboðssíðu um hvað hann myndi vilja gera. (Þar er svo margt fleira sem er rangt og fáránlegt, byggt á hægri áróðri gegn trans fólki)

En þetta er bara mjög óumdeilanlega það sem hann sjálfur segist vilja gera.“

Alexandra skrifar því næst skilaboð til lesenda sinna:

„Svo ef þú styður Trump, þá ertu andstæðingur minna réttinda, ef þú ert ok með það að hann komist til valda, þá varðar þig ekki um trans fólk, alveg sama hvernig þú reynir að snúa því.
Ef þú styður þennan mann, þá ert þú að styðja við það að ég og fólk eins og ég eigum ekki að fá að vera við sjálf. Fáum ekki að vera til.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -