Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Alexandra segir skóla ekki kyngera börn: „Það er ekki verið að kenna þeim sjálfsfróun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alexandra Briem, borgarfulltrúi, ræddi kynfræðslu og hinsegin fræðslu.

 Undanfarna daga hafa gengið á milli fólks myndir úr bókum sem fólk segir að séu ætlaðar ungum börnum allt niður í leikskóla og séu hluti af kennsluefni grunnskóla. Þegar betur er að gáð reynast þetta í mörgum tilfellum misvísandi upplýsingar og í einhverjum tilfellum lygar. Þá hafi kynfræðslu og hinsegin fræðslu verið blandað saman þegar þær í raun tengjast ekkert. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, ræddi málið í Reykjavík síðdegis.

Alexandra sagði að það sé verið að flytja inn hatur og hræðslu frá Bandaríkjunum og Bretlandi og oftast sé lítið til í málflutningi þeirra sem vilja ekki þessa fræðslur í skólum. „Stundum er hægt að finna eitthvað því til stuðnings og stundum er það búið til. Svo er það notað til að gera fólk hrætt við hluti sem það er ekki vant. Í gamla daga var það samkynhneigt fólk, í dag er það transfólk, sem ég tilheyri, og hinsegin fólk almennt. Það að við séum að fá þetta hér inn finnst mér skelfilegt.“

„Þetta býr til frekar hættulegan kokteil. Ef þú tekur kynfræðslu fyrir unglingadeildina og segir að það sé verið að kenna það í hinsegin fræðslu fyrir yngstu börnin þá hljómar það auðvitað skringilega. Það hafa mjög skringilegar ásakanir farið flug. Það er auðvitað enginn að kenna börnum um sjálfsfróun í skólunum, það er bara vitleysa,“ sagði Alexandra um málið.

„Það er alls ekki verið að kyngera börn í skólum, fjarri því,“ sagði Alexandra. „Það er ekki verið að kenna þeim sjálfsfróun og kynlífsathafnir.“

„Mikið til snýst þetta líka um að þau eigi ekki að þurfa að skammast sín fyrir að hafa einhverjar langanir. Oft hefur það líka verið þannig að börn sem lenda í einhverju finnst eins og þau þurfi að skammast sín fyrir það, að það megi ekki tala um það. Og ef þú stundar sjálfsfróun þá er það ekki eitthvað sem þarf að skammast sín fyrir. “

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -