Miðvikudagur 30. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Alexandra telur að við þurfum öll smá naflaskoðun: „Mér er ekki viðbjargandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alexandra Kristjánsdóttir er Neytandi Vikunnar. Hún er annar eiganda Bernsku, sem sérhæfir sig í kaupa og selja notaðar barnavörur á netinu. Ásamt því vinnur hún Glerauganu í bláu húsunum í Skeifunni. Alexandra er 34 ára og er trúlofuð Guðjóni Agustin Cortés. Þau eiga tvö börn og einn hund og búa öll saman í Hlíðunum.

Gerir þú verðsamanburð á vörum og þjónustu?

Ég reyni eftir minni bestu getu að gera verðsamanburð áður en ég stekk á hluti sérstaklega ef það er eitthvað stórt fyrir heimilið. Ég er samt algjör sökker fyrir afbragðs góðri þjónustu og er stundum alveg til í að fara dýrari leiðina ef það er ekki of mikill munur þar á milli þegar það er mikið betra viðmót eða þjónustan upp 100.

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?

Við reynum að versla þannig hráefnin nýtist í fleiri en einn rétt, erum orðin nokkuð góð í að sirka matarskammtinnn þannig það er sjaldan afgangar hjá okkur, það er góður hæfileiki sem við höfum þróað með okkur í gegnum árin. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá sér maðurinn minn alfarið um að elda ætli ég gefi honum ekki heiðurinn af þeim hæfileika. Ég passa bara að það sé keypt það sem vantar inná heimilið og hann sér um rest. Hann er bestur.

Endurnýtir þú? Ertu með ráð til annara?

- Auglýsing -

Ég elska að kaupa notað bæði á mig og börnin. Mæli með að versla á Bernsku fyrir börnin. *blikk blikk*

Hverju átt þú erfiðast með að draga úr kaupum á?

Skyndibita og nammi. Mér er ekki viðbjargandi hvað þau mál varðar, fer ekki nánar útí það hér.

- Auglýsing -

Hvað hefur þú í huga þegar þú kaupir mat, fatnað og gjafir?

Ég reyni að passa að varan sé með gott notanagildi. Reyni að gefa upplifanir frekar en hluti í gjafir, það klikkar aldrei. Ef ég gef hluti þá reyni ég að halda mér við verslun sem einstaklingurinn verslar í svo það sé þá hægt að skipta vörunni í einhvað sem nýtist.

Skipir umhverfisvernd þig máli?

Hún gerir það, við gætum öll aðeins farið í smá naflaskoðun hvað hana varðar.

Annað sem þú vilt taka fram?

Er pláss hér fyrir plögg? Hvet alla foreldra að kíkja og nýta sér Bernska. Við seljum og kaupum notaðar barnavörur! Hversu næs að geta verslað notað á netinu?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -