Alfreð Erling Þórðarson neitar sök að hafa myrt eldri hjón í Neskaupstað í fyrra en réttarhöld yfir honum fara nú fram. Hann er grunaður um að hafa banað þeim í ágúst en Alfreð var handtekinn í Reykjavík. Hann mun hafa tekið bíl þeirra og keyrt til til höfuðborgarinnar.
Hann gaf ekki skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni en Vísir birti greinargerð hans þar sem málsvörn Alfreðs kemur fram. Kennir Alfreð vísindamönnum, guði og djöflinum um andlát hjónanna.
„Ákærði hefur frá upphafi málsins neitað sök og borið eins um málsatvik, hann hafi komið við hjá brotaþolum á leið sinni út úr Neskaupsstað þar sem hann hafi ætlað að húkka sér far yfir á Reyðarfjörð. Ákærði kveðst á stundum hafa komið við hjá brotaþolum og þegið kaffi en í þetta skiptið kveðst harm telja að ástæða þess að hann hafi komið við hjá brotaþolum hafi verið sú að „vísindamennimir“ eða „guð og djöfullinn“ hafi komið því þannig fyrir og því hafi harm komið að brotaþolum látnum. Kveðst ákærði hafa séð blóð á gólfi og því gengið lengra inn í húsið þar sem hann hafi fundið brotaþola liggjandi á baðherbergisgólfinu. Hann hafi þreifað á þeim til að athuga með lífsmörk og við það runnið til, dottið um blóðið og lent á brotaþola […]. í kjölfarið af þessu hafi hann fundið sig, af nánar tilgreindum ástæðum, knúinn til að taka ökutæki brotaþola, kaupa bensín, aka til Reykjavíkur og brenna kross við Hallgrímskirkju hinum látnu til heiðurs.“
Geðlæknir sem fenginn var til að meta Alfreð segir að það sé algjörlega ljóst að hann sé ósakhæfur. Þá krefst Alfreð sýknu þar sem segist ekki hafa banað hjónunum og að hann sé ósakhæfur.