Íslenski knattspyrnumaðurinn Alfreð Finnbogason hefur tilkynnt að hann sé hættur að spila með íslenska landsliðinu.
Alfreð er einn af bestu framherjum í sögu íslenska landsliðsins en hann skoraði 18 mörk í 73 leikjum fyrir Ísland og var hluti af íslenska landsliðinu sem fór á HM í Rússlandi 2018 og EM í Frakklandi 2016. Hann skoraði einmitt eina mark Íslands í jafntefli við Argentínu á HM en Alfreð spilaði með landsliðinu í 15 ár.
Hann mun þó halda áfram að spila með félagsliðinu sínu Eupen í belgísku annarri deildinni.
Margir hafa tjáð sig um landsliðsferil Alfreð síðan hann tilkynnti um að hann væri hættur.
„Takk elsku vinur fyrir ómetanlegt framtak,“ skrifaði Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttakona á RÚV.
„Takk fyrir okkur! Fyrirmynd,“ skrifaði Viktor Karl Einarsson
Hákon Arnar Haraldsson
„Alvöru toppmaður og fyrirmynd!❤️“ skrifaði Hákon Arnar Haraldsson, landsliðsmaður í knattspyrnu.