- Auglýsing -
Samkvæmt dagbók lögreglu er fátt að frétta og nóttin hin tíðindaminnsta. Ætla má að lögprúðir landsmenn hafi allir fengið eitthvað gott í skóinn frá jólasveininum í nótt. Fáar eða engar tilkynningar bárust lögreglu. Þá var einn ökumaður handtekinn um níuleytið í miðborginni vegna ölvunaraksturs.
Frá milli klukkan tólf til tvö voru þrír ökumenn handteknir í vesturhluta borgarinnar sökum ölvunar.
Vel gert landsmenn – fleiri svona nætur!