Laugardagur 23. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Allir velkomnir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vignir Örn Guðnason, flugmaður og formaður Íslenska flugstéttafélagsins, staðfestir kjarasamninga félagsins við flugfélagið Play og segir þá löggilta. Hann segir félagið ekki hafa boðið sig fram til þjónustu við Icelandair en að allir séu velkomnir til félagsins. „Þetta eru góðir og gildir kjarasamningar sem við erum mjög sátt með. Við höfum ekki rætt við einn eða neinn um komuna til okkar. Við getum hins vegar alveg verið önnur leið fyrir Icelandair því við erum löggilt stéttarfélag. Við gætum alveg verið kostur og erum alveg tilbúin til umræðu en við erum ekki í formlegum samræðum. Sé til okkar leitað vísum við engum frá enda bjóðum við alla velkomna,“ segir Vignir Örn.

„Við gætum alveg verið kostur og erum alveg tilbúin til umræðu.“

Vignir Örn Guðnason, flugmaður og formaður ÍFF.

Íslenska flugstéttarfélagið hét áður Íslenska flugmannafélagið og var stéttarfélag flugmanna sem störfuðu hjá WOW air. Í dag er stéttarfélagið aftur á móti orðið löggilt stéttarfélag flugmanna og flugfreyja og því ljóst að til staðar er hér á landi annað stéttarfélag flugfreyja en Flugfreyjufélag Íslands kjósi Icelandair að leita annað. Það félag hefur gert bindandi samninga við Play út árið 2023 og fullyrt að það muni nýta íslenskt starfsfólk.

Sjá nánar hér: Icelandair horfir annað

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -