Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Alls 2020 bíða eftir þjónustu hjá Geðheilsumiðstöð barna – Tveir ráðherrar svara ekki umboðsmanni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Umboðsmaður barna birtir nú í sjötta sinn upplýsingar um bið barna eftir þjónustu.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá umboðsmanni barna að löng bið eftir þjónustu við börn hafi verið viðvarandi vandamál til margra ára. Frá því í desember 2021 hefur umboðsmaðurinn staðið fyrir reglulegri upplýsingaöflun um þann fjölda barna sem bíður eftir þjónustu hjá tilteknum aðilum, með það að markmikið að varpa ljósi á raunverulega stöðu barna.

Eftirfarandi samstarfsaðilar verkefnisins eru: Barna- og fjölskyldustofa, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,  Geðheilsumiðstöð barna, Ráðgjafar- og greiningarstöð, Barna- og unglingageðdeild LSH,  Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilsuskóli  Barnaspítalans og Heyrnar- og talmeinastöð Íslands.  

Umboðsmaður barna starfar samkvæmt lögum um umboðsmann barna nr. 83/1994 og hefur það hlutverk að standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi barna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu umboðsmanns barna. Segir þar að liður í því sé að afla og miðla gögnum og upplýsingum um aðstæður barna og stöðu tiltekinna hópa barna hverju sinni í samvinnu við ýmsa aðila. „Hluti af þeirri vinnu er að gera aðgengilegar á einum stað  upplýsingar um þann fjölda barna sem bíður eftir tiltekinni þjónustu hverju sinni.  Upplýsingarnar eru uppfærðar á sex mánaða fresti til að fylgjast með þróuninni,“ segir í fréttatilkynningunni.

Von umboðsmannsins er sú að birting upplýsinganna muni varpa ljósi á raunverulega söðu barna í íslensku samfélagi og verði þannig stjórnvöldum hvatning til að bregðast við og bæta úr. Þá er söfnun og birting upplýsinganna jafnfram liður í því hlutverki umboðsmanns barna að stuðla að frekari innleiðingu Barnasáttmálans.

Það er von umboðsmanns barna að birting þessara upplýsinga muni varpa ljósi á raunverulega  stöðu barna í íslensku samfélagi og verði stjórnvöldum hvatning til aðgerða og úrbóta. Söfnun  og birting upplýsinganna er jafnframt liður í því hlutverki umboðsmanns að stuðla að frekari  innleiðingu Barnasáttmálans.

- Auglýsing -

Helstu niðurstöður umboðsmannsins er sú að 2020 börn bíða hjá Geðheilsumiðstöð barna og 1727 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði. Áætlaður biðtími eftir athugun vegna gruns um ADHD er að minnsta kosti 24 mánuðir og 34 mánuðir vegna gruns um einhverfu. Þá bíða 626 börn eftir greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð en meðaltími er yfir 20 mánuðir. Alls hafa 553 börn beðið lengur en þrjá mánuði. Hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bíða 209 börn eftir að komast að hjá sálfræðingi og  meðalbiðtími er 203 dagar. Þá kemur einnig fram í fréttatilkynningunni að hjá göngudeild BUGL bíða 47 börn og meðalbiðtími er 1,8 mánuður. Þá hafa 3 börn beðið lengur en þrjá mánuði. Hundrað börn bíða svo eftir þjónustu Heilsuskólans en meðalbiðtími eru 12 mánuðir og 84 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði.

Fram kemur í tölvupósti frá umboðsmanni barna að tveir ráðherrar ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar hafi ekki svarað fyrirspurnum umboðsmannsins. „Þann 11. mars 2024 sendi umboðsmaður barna bréf til dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og mennta- og barnamálaráðherra þar sem umboðsmaður óskaði eftir upplýsingum um hvernig ráðherrar hyggist bregðast við viðvarandi bið barna eftir þjónustu. Svar barst frá heilbrigðisráðherra 9. júlí sl. en svar hefur hvorki borist frá dómsmálaráðherra né mennta- og barnamálaráðherra.“

Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynninguna í heild sinni:

- Auglýsing -

Fréttatilkynning:  

Bið barna eftir þjónustu, nýjar tölur 

Umboðsmaður barna birtir nú í sjötta sinn upplýsingar um bið barna eftir þjónustu. 

Löng bið eftir þjónustu við börn hefur verið viðvarandi vandamál til margra ára. Með það að  markmiði að varpa ljósi á raunverulega stöðu barna hefur umboðsmaður barna, frá því í  desember 2021, staðið fyrir reglulegri upplýsingaöflun um þann fjölda barna sem bíður eftir  þjónustu hjá tilteknum aðilum. 

Samstarfsaðilar verkefnisins eru Barna- og fjölskyldustofa, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,  Geðheilsumiðstöð barna, Ráðgjafar- og greiningarstöð, Barna- og unglingageðdeild LSH,  Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilsuskóli  Barnaspítalans og Heyrnar- og talmeinastöð Íslands.  

Umboðsmaður barna starfar samkvæmt lögum um umboðsmann barna nr. 83/1994 og hefur  það hlutverk að standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi barna. Liður í því er að afla og  miðla gögnum og upplýsingum um aðstæður barna og stöðu tiltekinna hópa barna hverju sinni  í samvinnu við ýmsa aðila. Hluti af þeirri vinnu er að gera aðgengilegar á einum stað  upplýsingar um þann fjölda barna sem bíður eftir tiltekinni þjónustu hverju sinni.  Upplýsingarnar eru uppfærðar á sex mánaða fresti til að fylgjast með þróuninni. 

Það er von umboðsmanns barna að birting þessara upplýsinga muni varpa ljósi á raunverulega  stöðu barna í íslensku samfélagi og verði stjórnvöldum hvatning til aðgerða og úrbóta. Söfnun  og birting upplýsinganna er jafnframt liður í því hlutverki umboðsmanns að stuðla að frekari  innleiðingu Barnasáttmálans. 

Helstu niðurstöður: 

  • Það bíða 2020 börn hjá Geðheilsumiðstöð barna og 1727 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði. Áætlaður biðtími eftir athugun vegna gruns um ADHD er að minnsta kosti 24 mánuðir og 34 mánuðir  vegna gruns um einhverfu. 
  • Það bíða 626 börn eftir greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð, meðalbiðtími er yfir 20 mánuðir.  Þá hafa 553 börn beðið lengur en þrjá mánuði. 
  • Hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bíða 209 börn eftir að komast að hjá sálfræðingi og  meðalbiðtími er 203 dagar. 
  • Hjá göngudeild BUGL bíða 47 börn og meðalbiðtími er 1,8 mánuður. Þá hafa 3 börn beðið lengur en  þrjá mánuði. 
  • Það bíða 100 börn eftir þjónustu Heilsuskólans, meðalbiðtími eru 12 mánuðir og 84 börn hafa beðið  lengur en þrjá mánuði.

Nýjar upplýsingar og samanburður 

Upplýsingar um bið barna eftir þjónustu eru aðgengilegar á vefsíðunni barn.is1 Heyrnar- og talmeinastöð Íslands 

Í byrjun júlí sl. biðu 418 börn eftir þjónustu hjá Heyrnar- og talmeinastöð. Þessi börn bíða  nær öll eftir heyrnarmælingu og sum einnig eftir annarri þjónustu heyrnarfræðinga eða lækna.  Meðalbiðtími fyrir börn undir fjögurra ára aldri var 4 mánuðir og minna en 2 mánuðir fyrir  eldri börn. Í lok janúar sl. biðu 553 börn hjá Heyrnar- og talmeinastöð. 

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands er miðstöð þekkingar í heyrnar- og talmeinum á Íslandi. Þar  er veitt þjónusta á landsvísu, þeim sem eru heyrnarskertir, heyrnarlausir eða með mál og  talmein. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu 

Fyrstu sex mánuði þessa árs hafa 40 börn haft stöðu brotaþola í kynferðisbrotamáli og 63 í  ofbeldisbrotamáli. Þá hafa 8 börn haft stöðu sakbornings í kynferðisbrotamáli og 79 í  ofbeldisbrotamáli. Hér þarf að gera fyrirvara þar sem um er að ræða bráðabirgðatölur sem  geta tekið breytingum aftur í tímann. 

Barna- og fjölskyldustofa  

Upplýsingar um bið barna eftir úrræðum á vegum BOFS eru frá 1. september 2024. Úrræði á  vegum BOFS eru MST, Stuðlar, Bjargey, styrkt fóstur og Barnahús. 

  • MST – Það biðu 24 börn eftir þjónustu MST teymis og meðalbiðtími var 89 dagar. Þá  höfðu 3 börn beðið lengur en þrjá mánuði.  

MST er meðferðarúrræði á vegum Barna- og fjölskyldustofu fyrir fjölskyldur barna á  aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda. 

  • Stuðlar – Það biðu 5 börn eftir þjónustu meðferðardeildar Stuðla, meðalbiðtími var 53 dagar. 

Stuðlar eru meðferðarstöð fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára, Stuðlar skiptast í þrjár  deildir, neyðarvistun, meðferðardeild og stuðningsheimilið Fannafold. 

  • Bjargey – Það beið 1 barn eftir plássi á Bjargey og meðalbiðtími var 34 dagar. 

Bjargey er langtímameðferðarheimili sem er ætlað stúlkum og kynsegin. Meginmarkmið  meðferðarheimilisins er einkum að veita sérhæfða meðferð vegna alvarlegra  hegðunarerfiðleika og vímuefnaneyslu. 

  • Styrkt fóstur – Það biðu 6 börn eftir því að komast í styrkt fóstur og meðalbiðtími var  59 dagar. 

1 https://www.barn.is/barnasattmalinn/bid-eftir-thjonustu/upplysingar-um-bid-eftir-thjonustu-1

Styrkt fóstur er þegar þörf er fyrir sérstaka umönnun og þjálfun barns á fósturheimili í  takmarkaðan tíma, að hámarki tvö ár. Gjarnan er um að ræða börn sem eiga við íþyngjandi  tilfinninga- og hegðunarvanda að etja sem ekki hefur tekist að vinna bug á með öðrum og  vægari hætti. 

Ráðgjafar- og greiningarstöð 

Í ágúst 2024 beið 381 barn á aldrinum 0-6 ára eftir þverfaglegri greiningu hjá Ráðgjafar- og  greiningarstöð, meðalbiðtími var 22,8 mánuðir og 333 börn höfðu beðið lengur en þrjá  mánuði. Jafnframt biðu 245 börn á aldrinum 6-18 ára eftir þverfaglegri greiningu.  Meðalbiðtími í þeim aldurshópi var 20 – 22 mánuðir og 220 börn höfðu beðið lengur en þrjá  mánuði. 

Þeim börnum sem bíða eftir þjónustu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar hefur fjölgað nokkuð frá því umboðsmaður kallaði fyrst eftir þessum upplýsingum í desember 2021. Þá biðu 226 börn hjá sviði yngri barna (0-6 ára) og 100 börn hjá sviði eldri barna (6-18 ára). Samtals biðu  því 326 börn í desember 2021 en nú bíða 714 börn. 

Hlutverk Ráðgjafar- og greiningarstöðvar er að tryggja að börn með alvarlegar  þroskaskerðingar sem leitt geta til fötlunar síðar á ævinni fái greiningu, ráðgjöf og önnur  úrræði sem bæta lífsgæði þeirra. 

Barna- og unglingageðdeild (BUGL) 

Í lok ágúst 2024 biðu 43 börn eftir þjónustu göngudeildar BUGL (teymi A og B), af þeim  beið 1 barn eftir þjónustu transteymis. Meðalbiðtími var 1,8 mánuður og 8 börn höfðu beðið  lengur en þrjá mánuði. Þar að auki biðu 4 börn eftir átröskunarmeðferð göngudeildar. Hér er  um að ræða nokkra aukningu frá því í febrúar sl. en þá biðu 19 börn eftir þjónustu  göngudeildar og 3 hjá átröskunarteyminu.  

Göngudeild barna- og unglingageðdeildar veitir börnum og unglingum að 18 ára aldri  þjónustu vegna geð- og þroskaraskana. 

Geðheilsumiðstöð barna  

Í ágúst 2024 biðu 2020 börn hjá Geðheilsumiðstöð barna og 1727 börn höfðu beðið lengur en  þrjá mánuði. Þar af biðu 615 börn eftir athugun vegna gruns um einhverfu og meðalbiðtími  var að minnsta kosti 34 mánuðir. Þá biðu 1124 börn eftir athugun vegna gruns um ADHD  með eða án einhverfu og 966 börn höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Þeim börnum sem bíða  eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna hefur fjölgað töluvert frá því umboðsmaður barna  kallaði fyrst eftir upplýsingum um bið barna eftir þjónustu í desember 2021 en þá biðu 738  börn. 

Geðheilsumiðstöð barna (GMB) veitir 2. stigs heilbrigðisþjónustu á landsvísu fyrir börn að  18 ára aldri. Miðstöðin sinnir greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna geð- og þroskavanda  barna og unglinga.

Heilsuskólinn 

Það biðu 100 börn eftir því að komast að hjá Heilsuskólanum í lok ágúst 2024. Meðalbiðtími  var 12 mánuðir og 84 börn höfðu beðið lengur en 3 mánuði. 

Heilsuskóli Barnaspítalans þjónar öllu landinu og aðstoðar börn og fjölskyldur þeirra sem eru  2,5 staðalfrávikum fyrir ofan meðalkúrfu í BMI eða börn sem hafa verið með mikla  þyngdaraukningu á stuttum tíma. Í Heilsuskólanum eru fjölskyldum kenndar aðferðir til að  takast á við þyngdarstjórnun og viðhalda breytingum ásamt því að bæta lífsgæði til lengri  tíma. Leitast er við að hvetja börnin áfram með styðjandi hætti ásamt því að veita ráðgjöf um  mataræði og hreyfingu. 

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins 

Í ágúst biðu 209 börn eftir þjónustu sálfræðings hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og  meðalbiðtími var 203 dagar. Þá höfðu 154 börn beðið lengur en þrjá mánuði. 

Sálfræðingar á heilsugæslustöðvum veita börnum meðferð vegna hegðunar- og  tilfinningavanda ásamt því að veita foreldrum þeirra ráðgjöf. Læknir á heilsugæslustöð þarf  að senda tilvísun til sálfræðings til nánara mats ásamt því að upplýsa um áætlaðan biðtíma. 

Talmeinafræðingar 

Sjúkratryggingar Íslands gerðu úttekt á stöðu barna sem biðu eftir þjónustu talmeinafræðinga  í desember 2021 en þá voru 3.701 barn skráð á biðlista, þar af voru 947 börn skráð á fleiri en  einum stað. Flest börn á biðlistum höfðu beðið í 0 – 6 mánuði (eða um 30%) en um 11%  höfðu beðið lengur en 2 ár. Engar haldbærar upplýsingar liggja fyrir um hvernig þróunin  hefur verið frá árinu 2021 þar sem biðlistar og kerfi eru ekki samræmd. Að mati  umboðsmanns barna ber stjórnvöldum að grípa til aðgerða með það að markmiði að koma í  veg fyrir að börn þurfi að bíða eftir þjónustu talmeinafræðinga. Þar til því markmiði verður  náð ber stjórnvöldum að sjá til þess að hægt sé að nálgast upplýsingar með reglubundnum  hætti um það hversu mörg börn séu á biðlistum eftir þessari þjónustu. Slík upplýsingaöflun er  grundvallarforsenda þess að hægt sé að leggja mat á stöðuna hverju sinni og grípa til  viðeigandi aðgerða 

Umboðsmaður barna sendi heilbrigðisráðherra bréf 26. febrúar sl. þar sem óskað var eftir  upplýsingum um hvort það standi til að koma á miðlægum biðlistum eftir þjónustu  talmeinafræðinga fyrir börn. Svar hefur ekki borist.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -