Slökkvilið og starfsfólk ráðhússins vinnur nú að því að þurrka upp vatn og ljóst að það verður verkefni eitthvað fram eftir degi.
Að sögn Ásthildar Sturludóttur, bæjarstjóra, hefur vatn runnið um allar hæðir hússins. Vatnið er mest í miðju húsinu, en hefur eitthvað runnið um hæðirnar.
Hún segir í samtali við fréttastofu RÚV að tjónið sé umtalsvert, þó það eigi eftir að meta það betur. Loftaplötur hafi skemmst á nokkrum stöðum og vatn runnið niður í veggi. Þá sé vatn bæði á teppum og öðru gólfefni. Væntanlega sé eitthvað tjón á rafmagni.