Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Allt í rusli í Reykjavík: „Ég er orðin ansi pirruð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sorphirða í Reykjavík orðin að stóru vandamáli.

Sífellt fleiri Reykvíkingar hafa á undanförnum vikum og mánuðum kvartað undan lélegri sorphirðu sem borgin býður upp á. Kristín Jónsdóttir er ein þeirra.

„Ég er orðin ansi pirruð á því að fá eng­in svör um hvenær sorpið verður losað úr tunn­um, en ég er búin að hringja nokkr­um sinn­um og það liggja frá mér skila­boð hjá borg­inni,“ sagði hún í viðtali við mbl.is. Kristín býr í Seljahverfi en greinir hún frá því að plast- og pappírstunnurnar hafi ekki verið losaðar í sex vikur.

„Ég er búin að búa er­lend­is í mörg ár og er mjög vön flokk­un og sorp­hirðu og hef verið mjög já­kvæð gagn­vart þessu fram­taki og fannst al­veg kom­inn tími til að nú­tíma­væða sorp­mál­in hér­lend­is,“ sagði Kristín um málið.

Þá er Kristín ósátt við skort á upplýsingagjöf.

 „Á vefn­um seg­ir að losa eigi tunn­urn­ar á tveggja vikna fresti en núna eru liðnar sex vik­ur og eng­ar upp­færðar upp­lýs­ing­ar um hvenær bú­ast megi við að tunn­urn­ar verði tæmd­ar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -