Fimmtudagur 24. október, 2024
1.6 C
Reykjavik

„Allt klárt og búið að koma öllum tækjum frá svo það eru allir öruggir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er búið að rýma allt í Svartsengi og flestir farnir út Grindavík. Það eru þó viðbragðsaðilar þar enn þá,“ sagði Víðir Reynisson í samtali í útvarpsfréttum Rásar tvö nú klukkan fimm. Hann segir að svolítill fjöldi fólks hafi verið kominn í bæinn svo verið sé að fara yfir stöðuna.

„Þetta er bara búið að ganga mjög vel,“ bætir Víðir við.

Næstu skref hjá ykkur?

Víðir segir að nú sé bara að bíða og sjá. Annað hvort sé þetta kvikuhlaup sem endi með gosi eða ekki. Hann segir að eftir því sem fram vindur sýnist vísindamönnum að kvikuhlaupið sé að stefna til suðurs – Nær Grindavík.

„Við verðum bara að sjá til hvað gerist á næstu klukkutímum,“ segir Víðir.

Eru allir viðbragðsaðilar komnir á sinn stað?

- Auglýsing -

„Það er allt klárt og verktakarnir sem voru að vinna hvað næst þessum stöðum eru farnir og búið að koma öllum tækjum frá. Svo það eru allir öruggir,“ segir Víðir að endingu við fréttamann Ríkisútvarpsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -