„Þegar fíkillinn segir ókei, now I’ve done it. Nú veit ég ekki hvort ég verð á lífi á morgun, ég er orðin hrædd eða hræddur og þarf hjálp,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson í þættinu Hvunndagshetjur á RÚV um eldri bróður sinn sem glímdi við fíkn og opnaði sjálfur áfangaheimili.
„Þetta augnablik þegar fíkill réttir út hendina og biður um hjálp er örugglega eitt mikilvægasta og magnaðasta móment í lífi hvers fíkils.“
Eldri bróðir hans, Arnar Gunnar Hjálmtýsson, glímdi við fíkn og opnaði sjálfur áfangaheimili til að aðstoða aðra fíkla í að ná bata.
Páll Óskar sem er einn dáðasti söngvari Íslands hefur glatt landann með sinni ómfögru rödd í gegnum tíðina. Hann er þó ekki einungis þekktur fyrir tónlistina heldur hefur hann staðið mannréttindavaktina síðustu áratugi. Hann hefur farið fram í baráttu samkynhneigðra fyrir bættum hag og rétti og deilt átaklegri sögu sinni frá því þegar hann var lagður í einelti.
Þurfti að þola einelti í báðum skólunum
Páll Óskar sagði frá sögu sinni fyrir nokkrum árum, en þar segir að hann hafi setið einn í sjö ár í grunnskóla og þurfti að þola einelti í báðum þeim skólum sem hann gekk í, Vesturbæjarskóla og Hagaskóla. Það var því ekki að ástæðulausu að hann valdi að fara í MH í stað MR líkt og flestir hinir í bekknum. Hann var búinn að fá nóg.
Hann segir að þetta hafi allt byrjað að því að hafi verið lélegur í fótbolta í leikfimitíma. Það þýddi það að drengur sem hafði verið hans besti vinur innan skólans sem utan, flutti sig frá honum og myndaði fjögurra stráka klíku sem stjórnaði lífi Páls Óskars og fleiri bekkjarfélaga næstu sjö árin.
Því Páll Óskar hefur fundið að hann var ekki einn þrátt fyrir að hafa liðið þannig á meðan eineltinu stóð. Hann segir að þegar bekkurinn hittist fyrir nokkru síðan hafi komið í ljós að fjölmargir höfðu svipaða sögu að segja. „Ég var svo heppinn að vera hvorki digur né rauðhærður,“ segir Páll Óskar. Hann þakkar sínum sæla að hafa alist upp fyrir tíma snjalltækjanna og tóku fleiri í sama streng á fundi á vegum samstarfshópsins Náum áttum, sem er forvarna- og fræðsluhópur um velferð barna og unglinga, hélt árið 2015.
Ég er fæddur og uppalinn í alkóhólisma
Í þættinum sem var sýndur í gær segist Páll Óskar þekkja alkóhólisma í fjölskyldunni og nærumhverfi sínum mjög vel.
„Ég er fæddur og uppalinn í alkóhólisma. Allt mitt líf er búið að vera marinerað í alkóhólisma og fíknisjúkdómum,“ segir hann.
„Næstum því allt það fólk sem ég þekki og umgengst er að díla við einhvers konar fíknir að einhverju leyti, þannig að mér finnst venjulegt fólk sem þarf ekki að díla við nein verkefni í lífinu alveg hundleiðinlegt, ekkert spennó.“
Leita sér ekki hjálpar fyrr en þeir eru komnir á botninn
Páll segir að sjúklingar byrji oftast ekki að leita sér hjálpar fyrr en þeir séu komnir á botninn og það sé lítið fyrir aðstandendur að gera annað en að bíða eftir þeim degi þegar botninum sé náð. „Þegar fíkillinn segir ókei, now I’ve done it. Nú veit ég ekki hvort ég verð á lífi á morgun, ég er orðin hrædd eða hræddur og þarf hjálp,“ segir Páll Óskar. „Þetta augnablik þegar fíkill réttir út hendina og biður um hjálp er örugglega eitt mikilvægasta og magnaðasta móment í lífi hvers fíkils.“
Var sagt að ég þyrfti að breyta um lífsstíl
Arnar man eftir því þegar hann fann sinn botn. Um árabil vandi hann sig á það að fara alltaf á barinn eftir vinnu að hitta félagana og horfa á fótboltann þegar hann var í gangi. Árið 2007 fór lífernið að taka sinn toll. „Ég fór að finna fyrir brjóstsviða og þá voru komnar þrengingar í ósæðarnar. Svo fór ég í hjartaaðgerð og læknarnir sögðu á Landsspítalanum að ég þyrfti að breyta um lífsstíl.“
Arnar Gunnar Hjálmtýsson opnaði áfangaheimili eftir að hafa kynnst því í gegnum son sinn hversu mikill skortur er á úrræðum fyrir fólk sem langar að komast út í lífið á ný eftir að hafa villst út af beinu brautinni. Páll Óskar Hjálmtýsson, bróðir Arnars, segir að bróðir sinn hafi lyft grettistaki í þessum málaflokki.
Síðan hefur hann gert allt sem í hans valdi stendur til að aðstoða fíkla. „Það er alveg frábært að sjá ungt fólk sem er bara byrjað að vinna og farið út í samfélagið. Við reynum alltaf að kveikja vonina hjá fólki um að það sé betra líf í vændum.“
Heimildir:
Júlía Margrét Einarsdóttir, Viktoría Hermannsdóttir. „Ég er fæddur og uppalinn í alkóhólisma.“ Hér er hægt að horfa á Hvunndagshetjur í heild sinni í spilara RÚV. Framleiðandi er Skot productions.