Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Allt um hryðjuverkamálið – „Trumpistar. Illa upplýstir bjánar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjórir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í gær. Þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi, mögulega gegn Alþingi. Mennirnir eru taldir hafa haft tengsl við hægri öfgahópa á hinum Norðurlöndunum.

Lögregla boðaði til blaðamannafundar í gær vegna málsins en rannsóknin er sögð á frumstigum. Lagt var hald á fjölda skotvopna, síma og tölva, sem nú verður rannsakaður. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins, annar í viku og hinn í tvær vikur.

Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni.

Ef marka má Morgunblaðið er talið að hugsanlegar árásir mannanna hafi verið yfirvofandi á næstu dögum. Svo lítið bar á var gæsla hert við Alþingishúsið og höfðu mennirnir einnig sérstakan áhuga á árshátíð lögreglumanna sem haldin verður í næstu viku.

Rithöfundurinn Illugi Jökulsson vill að lögreglan gefi tafarlaust frekari upplýsingar um hryðjuverkamálið. „Lögreglan þarf að gefa umsvifalaust frekari upplýsingar um þá handteknu og hvað vitað er um þá. Hún þarf ekki að kjafta öllu – ef einhverja rannsóknarhagsmuni þarf enn að vernda – en þögn og pukur um svo ógnvænlegar fréttir ganga ekki,“ segir Illugi ákveðinn.

Og Samfélagsrýnirinn úr Grindavík, Björn Birgisson, tjáir sig um málið á vegg sínum á Facebook. Honum virðist nokkuð heitt í hamsi:

- Auglýsing -
„Trumpistar. Hægri sinnaðir öfgamenn – er það fyrsta sem manni dettur í hug. Svipaðir skrílnum sem réðist á bandaríska þinghúsið. Illa upplýstir bjánar,“ segir Björn.
Í samtali við Fréttablaðið segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að til skoðunar sé aukin vopnaburður lögreglunnar. „Staða skipulagðrar glæpastarfsemi er alvarlegri en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir Jón.

Hér fyrir neðan eru molar um það sem vitað er í hryðjuverkamálinu:

  • Fjór­ir ís­lensk­ir karl­menn á þrítugs­aldri voru hand­tekn­ir af sér­sveit­inni í gær í um­fangs­mikl­um aðgerðum í Holta­smára í Kópa­vogi og á iðnaðarsvæði í Mos­fells­bæ.
  • Menn­irn­ir eru grunaðir um að und­ir­búa hryðju­verk og ann­ars veg­ar inn­flutn­ing skot­vopna, íhluta í skot­vopn og skot­færa og hins veg­ar fram­leiðslu skot­vopna.
  • Menn­irn­ir eru grunaðir um að hafa fram­leitt íhluti í vopn með þrívídd­ar­prent­ara.
  • Tveir þeirra, báðir 28 ára gamlir, hafa verið úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald, ann­ar í viku, hinn í tvær vik­ur.
  • Hús­leit hef­ur verið fram­kvæmd á níu stöðum.
  • Lög­regla hef­ur lagt hald á tugi skot­vopna, þar á meðal hálf­sjálf­virk­ar byss­ur, ásamt þúsund­um skot­færa.
  • Brot­in varða grein hegn­ing­ar­laga þar sem kveðið er á um að fyrir hryðju­verk skuli refsa með allt að ævi­löngu fang­elsi. Fyrir að hót­a að fremja slík brot fæst sama refsins.
  • Þjóðarör­ygg­is­ráð var upp­lýst um aðgerðir lög­reglu um það leyti sem þær hóf­ust í gær.
  • Lög­regl­an hef­ur einnig lagt hald á tölv­ur og síma.
  • Lög­regla tel­ur sig vera með stærsta hluta vopn­anna í sinni vörslu.
  • Allt að 50 lög­reglu­menn voru að störf­um vegna máls­ins.
  • Lög­regl­an úti­lokar ekki að fleiri ein­stak­ling­ar teng­ist mál­inu.
  • Lík­lega í fyrsta skipti sem lög­regl­an á Íslandi hef­ur rann­sakað und­ir­bún­ing að hryðju­verk­um.
  • Rann­sókn á al­var­legu vopna­laga­broti var upp­hafið að mál­inu.
  • Við rann­sókn lög­reglu komu fram upp­lýs­ing­ar sem leiddu til gruns um að í und­ir­bún­ingi væru árás­ir gegn borg­ur­um rík­is­ins og stofn­un­um þess.
  • Ætla má að árás­ar­menn­irn­ir hafi beint sjón­um sín­um að Alþingi eða lög­reglu.
  • Lög­regl­an á Íslandi er í sam­tali við er­lend lög­gæslu­yf­ir­völd en verið er að skoða hvort að ein­stak­ling­arn­ir teng­ist er­lend­um öfga­sam­tök­um.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -