Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Alma veitti ekki lækningaleyfið: „Stefán Yngvason er settur landlæknir í máli Skúla Tómasar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stefán Yngvason er sá læknir sem leysti Ölmu Möller af í embætti landlæknis í tengslum við mál Skúla Tómasar Gunnlaugssonar.

Heilbrigðisráðuneytið svaraði í dag fyrirspurn Mannlífs um það hvaða læknir hafi verið fenginn í stað Ölmu Möller landlæknis, til þess að ákvarða um það hvort Skúli Tómas Gunnlaugsson ætti að fá endurnýjun á lækningaleyfi sínu en hann er grunaður um að vera valdur að dauða sex sjúklinga sem voru í hans umsjá á HSS á árunum 2018 til 2020. Skúli Tómas starfar nú á Landspítalanum, í skugga rannsóknar lögreglunnar á andláti sjúklinganna sex.

Sjá einnig: Náfrændi Ölmu Möller er lögmaður Skúla Tómasar: „Landlæknir ákvað að víkja sæti samstundis“

Eins og Mannlíf greindi frá á dögunum, steig Alma Möller landlæknir til hliðar þegar kom að ákvörðun um veitingu lækningaleyfis Skúla Tómasar, vegna þess að hann hafði ráðið náfrænda hennar, Almar Möller sem lögmann í máli hans. Hún hafði áður skrifað kolsvarta skýrslu um meðhöndlun Skúla Tómasar á Dönu Jóhannsdóttur, sem er eitt af meintum fórnarlömbum læknisins.

Sjá einnig: Álit landlæknis á máli Skúla læknis: „Ómeðhöndlaðar sýkingar kunni að hafa verið aðal dánarorsök“
Sjá einnig: Ólafía er eitt af 14 meintum fórnarlömbum dr. Skúla: „Í rauninni sveltur hún til dauða á níu dögum“

- Auglýsing -

Mannlíf spurði heilbrigðisráðuneytið, sem sér um að setja staðgengil landlæknis, hver það hafi verið sem settur í máli Skúla.

„Stefán Yngvason er settur landlæknir í máli Skúla Tómasar,“ er svarið sem fékkst en Stefán er fyrrverandi framkvæmdarstjóri lækninga á Reykjalundi en hann sérhæfir sig í endurhæfingalækningum.

Mannlíf spurði einnig hvort þetta hefði gerst áður í sögu landlæknisembættisins, að landlæknir hafi þurft að stíga til hliðar í ákveðnum málum en svo er, samkvæmt svarinu:

- Auglýsing -

„Síðustu ár eru þónokkur dæmi þess að landlæknir og aðrir forstöðumenn undirstofnana hafi af einhverjum ástæðum verið vanhæfir til að fara með tiltekin mál og ráðuneytið sett annan í þeirra stað til að taka ákvörðun í málinu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -