Þriðjudagur 3. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Almannavarnir með áríðandi tilkynningu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Almannavarnir ríkisins biðla til íbúa Suðurnesja að nota rafmagn sem allra minnst á næstunni.

Áríðandi tilkynning frá Almannavörnum birtust á Facebook rétt í þessu en þar er biðlað til íbúa Suðurnesja að nota alls ekki meira rafmang til húshitunar, en sem nemur einum litlum hárblásara. Ef ekki er farið eftir þeim fyrirmælum, er hætta á skemmdum í þeim hverfum.

Þá hefur lögreglan á Suðurnesjum einnig sent frá sér tilkynningu þar sem fólk er beðið um að hlaða ekki rafbíla sína. Hér má sjá færslu lögreglunnar:

Mikilvægt er við þessar aðstæður að takmarka rafmagnsnotkun eins og kostur er til að tryggja rafveitukerfið á svæðinu.
Miðað er við að notkun á heimili sé um 2,5 kW og að aðeins sé einn rafmagnsofn af minni gerðinni í gangi á hverju heimili. Ekki skal nota rafhleðslustöðvar fyrir bifreiðar.

Fyrir nánari leiðbeiningar er varðar heitt vatn og rafmagn bendum við á heimsíðu HS veitna, hsveitur.is

Hér má svo sjá tilkynningu Almannavarna:

„ÁRÍÐANDI TILKYNNING:

Biðlað er til íbúa Suðurnesja að nota alls ekki meira rafmagn til að hita húsin sín en það sem nemur einum litlum hitablásara.
Sé notað meira rafmagn eða fleiri ofnar er hætta á að skemmdir verði í þeim hverfum. Hverfin eiga þá í hættu á að rafmagn slái þar út og þær skemmdir tekur langan tíma að gera við.“

- Auglýsing -

Hér má sjá svo leiðbeiningar Almannavarna um gashitun húsa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -