Almannavarnir ríkisins biðla til íbúa Suðurnesja að nota rafmagn sem allra minnst á næstunni.
Áríðandi tilkynning frá Almannavörnum birtust á Facebook rétt í þessu en þar er biðlað til íbúa Suðurnesja að nota alls ekki meira rafmang til húshitunar, en sem nemur einum litlum hárblásara. Ef ekki er farið eftir þeim fyrirmælum, er hætta á skemmdum í þeim hverfum.
Þá hefur lögreglan á Suðurnesjum einnig sent frá sér tilkynningu þar sem fólk er beðið um að hlaða ekki rafbíla sína. Hér má sjá færslu lögreglunnar:
Fyrir nánari leiðbeiningar er varðar heitt vatn og rafmagn bendum við á heimsíðu HS veitna, hsveitur.is
Hér má svo sjá tilkynningu Almannavarna:
„ÁRÍÐANDI TILKYNNING:
Hér má sjá svo leiðbeiningar Almannavarna um gashitun húsa.